þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Hann er svo mikil dúlla...

...hann Pétur Jóhann, ef ég myndi skipta um símafyrirtæki, væri það bara út af honum:

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Kreppubrúnka

Árshátíð Hagkaupa er yfirstaðin og næst er það '85 ball MS þar sem við MS-ingar ferðumst aftur í tíma og umbreytum okkur í 80's tískuna. Ég get ekki beðið.

Af myndunum sem voru teknar af mér á árshátíðinni að dæma, þarf, já þarf ég bókstaflega að fara að fara í ljós. Get reyndar skýlt mér á bakvið það að við í Skeifunni vorum með bleikt þema og þess vegna hafi ég verið svona bleikur í framan. En núna verður að gera eitthvað róttækt, og það duga sko engin vettlingatök. Strax eftir helgina verður maður að fara að kaupa sér ljósakort og brúnkukrems dúnk.

En ég stend ennþá í þeirri trúa að kreppan sé ekki komin. Enda er ég hagfræðinemi og skilgreining hagfræðinnar á kreppu er sú að kreppa sé botninn á niðursveiflunni. Því miður, er botninum ekki náð og sorglegt er að sjá, hvað við gerum lítið í þessu, enda getur enginn sagt með vissu fyrir um, hvað sé hægt að gera né hvernig hlutirnir skulu framkvæmdir.

föstudagur, október 24, 2008

hvað með krónuna?

Ég var að spá, ætli nafni verslunarinnar Krónunnar verði breytt ef við tökum upp nýjan gjaldmiðil.



Ég er í geðveiku spái stuði núna, eins og til dæmis það hversu ógeðslega hallærislegt fólk var á Spice Girls tímabilinu:

en ég hlakka til 85 vikunnar í MS...get eiginlega ekki beðið, útvarp mottan og allt þetta...

ég held ég klæði mig samt ekkert upp...kannski hlusti bara á Herbert Guðmundsson og aðra 80's tónlist :D

fimmtudagur, júní 05, 2008

Gaga

Stundum er ég ekki í lagi, eða það finnst fólkinu í kringum mig...

Í Hagkaup[um](inns. ÍP. Hagkaup er víst notað í dag í fleirtölu, en ekki eintölu eins og áður) notum við sérstakt límband sem að er með lím á báðum hliðum til að hengja upp verðmerkingaskilti. Ég var að búa til eitt slíkt í morgun og bað tölvuumsjónarkonuna Öllu (Ömmu) að rétta mér "tveggja hliða límband". Amma skildi ekki alveg hvað ég var að segja svo ég varð að endurtaka mig nokkrum sinnum áður en hún náði því og þá voru allir farnir að hlæja að mér. Héðan í frá veður líklega alltaf talað um "tveggja hliða límband" jafnvel þó að öll límbönd hafi mér vitanlega bara tvær hliðar.

Já, ekki er öll vitleysan eins, því að ég þegar sneiddur ostur var að ryðja sér til rúms á íslenska osta markaðnum, sagði ég við einhvern hversu þægilegur svona einnotaostur væri.

Þangað til næst...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Örsaga

Það var lítið að gera í vinnunni í dag. Vörur úr ný útkomnu Hagkaupsblaði að mestu komnar upp í útstillingar, fyrir utan þær sem enn voru í pöntun.

Eins og venja er koma vörurnar frá Aðföngum upp úr kaffinu, þó svo að þeir gárungarnir hafi fyrirskipað komu þeirra upp úr tvö. Það passaði í dag, og að loknu kaffinu dreif ég mig niður að skoða hvort ég hefði fengið eitthvað af vörunum sem átti eftir að koma upp.

Ég var bara að stússast þarna niðri og færa til bretti þarna niðri til að sjá hvað væri á þeim. Afgreiðslunni á lagernum lokaði klukkan þrjú og öryggisvörðurinn var kominn út að þrífa hurðirnar með engum smá látum. Eftir smá stund gafst ég upp á að leita og ákvað að fara bara upp, en þá fóru lætin í öryggisverðinum að stigmagnast og áður en ég vissi af lék allt á reiðiskjálfi, gólfið á endilöngum lagernum lék í bylgjum sem og loftið. Rykið af efri hillunum þyrlaðist niður.

Ég skeit næstum því í buxurnar af hræðslu. Þetta var alveg eins og þegar að hús í bíómyndum hrynja. Og ég í ótta mínum stökk af stað upp úr kjallaranum, á hraða sem ekki hefur sést áður í Hagkaup.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Ekki fyrir viðkvæma

Helvítis djöfulsins andskotans rassa-, skíta-, ógeðs vesen

Hvað haldiði að hafi skeð...

HJÓLIÐ MITT VAR EYÐILAGT!!!!!

Mig langar að fara að gráta

Pirringur dauðans. Ég keypti þetta hjól fyrir verðlaunin frá Ísfirðingafélaginu sem ég fékk í útskriftinni í fyrra. Vá hvað ég er fúll. Ég geymdi það alltaf á brúnni fyrir ofan Hagkaup svo ég þyrfti ekki að fara geðveikt að taka langan krók til að komast í vinnuna, og ég geymdi það á stað þar sem að ég gæti séð það frá kaffistofunni og reykingafólkið í Hagkaup sá það líka frá staðnum þar sem þau reykja.

En núna hefur einhver helv**** hálfviti þurft endilega að fullnægja eyðileggingar þörf sinni og auðvitað var það ég sem lenti fyrir barðinu á því. Sá sem gerði þetta (eða sú) hefur greinilega hjólað eða sparkað í hjólið af fullum krafti því að skiptingin sem skiptir um gír var beygluð, en samt var hún nær handriðinu...

Það þýðir víst lítið að velta sér upp úr þessu, en maður getur svo sannarlega verið gáfaður eftir á :S

sunnudagur, maí 11, 2008

Hlutverkaspenna

Fermingarveislur er eitt það skemmtilegasta sem ég veit, og rétt í þessu var ég að koma heim úr einni í Ólafsvík.

Það sem er svo skemmtilegt er að hitta allt fólkið sitt og kynnast betur. En það er samt munur á hvernig maður hagar sér í fermingum, eftir því hvort það er í mömmu fjölskyldu eða pabba.

Í dag fermdist Katrín Sara systur dóttir pabba. Í veislunni á eftir léku meðlimir ættarinnar á alls oddi og ,,skotleyfi" var gefið á alla fjölskyldumeðlimi. Venjulega er mikið hlegið og gaman í þessum fermingarveislum.

Aftur á móti er móðurfjölskyldan mun alvarlegri og þar tala allir á rólegu nótunum. En þessar veislur eru venjulega listrænni, enda mikið hæfileika fólk þar á ferð. Meðal annars má nefna að innan fjölskyldunnar er starfandi söngflokkurinn Bjarkargötu sextettinn, sem kemur saman á ættarmótum og treður upp. Ég er meðlimur í flokknum og einn af stjórnendum hans og stofnandi.


Ég hef reynt ýmislegt fyrir mér og auðvitað hef ég farið í köfun :D

laugardagur, maí 10, 2008

Tek ég fríkið...

...fríka út.

Ég er kominn með æði...ég er alltaf með eitthvað æði. Ég fæ æði fyrir einhverju, með jöfnu milli bili og nauðga því svo að ég verða að taka smá pásu...

Núna er tónlistaræðið enn og aftur byrjað að gera vart við sig. Ég var að taka iPodinn fram úr skápnum sem hann hefur verið í geymslu í síðastliðið árið og núna er ég að hlaða hann...

Mannakorn er æðisleg hljómsveit, en þeir fluttu þetta yndislega íslenska lag á sínum tíma:

GARÚN
(Magnús Eiríksson)
Hratt er riðið heim um hjarn,
torfbærinn í tunglsljósinu klúkir.
Draugalegur, dökkklæddur
Myrkárdjákni á hesti sínum húkir.

Tunglið hægt um himinn líður,
dauður maður hesti ríður,
Garún, Garún.

Höggin falla á dyrnar senn,
kominn er ég til þín enn, ó Garún.
Öll mín ást í lífinu sem ég elskaði og tilbað
alltaf var hún.

Komdu með mér út að ríða,
lengi hef ég þurft að bíða,
Garún, Garún.

Tvímennt er úr hlaðinu,
út að hálfu vaðinu smeyk er hún.
Djákninn ríður ástarsjúkur,
holar tóftir, berar kjúkur, Garún.

Tunglið hægt um himinn líður,
dauður maður hesti ríður,
Garún, Garún.


Góða nótt...

mánudagur, maí 05, 2008

Reyk leggur yfir byggðina í hlíðum Réttarholts, Háaleitis og yfir Vogahverfi. Eldur er laus í húsi í Vogunum, nálægt Sæbrautinni.

Reykjarmökkurinn liggur í vestur, og þegar við vorum stödd í Lágmúlanum fundum við lyktina fyrst. Á leiðinni heim og tókum við smá krók niður á Sæbraut þaðan sem við sáum eldtungurnar teygja sig út úr húsinu. Vonandi að enginn hafi meiðst.

föstudagur, maí 02, 2008

Löngun

Skólinn er búinn hjá mér...fyrsta, síðasta og eina lokaprófið mitt á þessari önn var í morgun. Núna er bara að bíða eftir einkunninni úr því prófi, sem ég fæ svo eftir þrjár vikur :D


Jarðfræðiprófið í morgun, var ekki bara eitthvað próf. Núna, ef ég fell ekki, er ég orðinn stúdent í jarðfræði og búinn með 1. bekk Menntaskólans við Sund. Það er áfangi sem ekki allir hafa náð í fyrsta skipti ;D

Prófið gekk samt skítsæmilega, en samt var ég ekki ánægður með það. Til dæmis var ég búinn að læra fimm undirstöðuatriði kortagerðar (hljómar leiðinlegt, en er samt mjög gagnlegt og skemmtilegt, -eða kannski bara gagnlegt). Síðan þegar ég var kominn að spurningunni í prófinu, gat ég ekki munað fimmta atriðið -ohh djöfulsins gleymska.


En núna tekur alvaran við, ég er að hefja annað sumarið mitt sem starfsmaður Hagkaupa. Byrja strax klukkan átta á mánudaginn, fékk loksins að vita það í dag :D


Í góða veðrinu síðastliðna daga hef ég ósjaldan fengið útlanda löngun, brjálæðislega löngun til að fara út á flugvöll og kaupa mér flugmiða til Miðjarðarhafs og taka með tjald og gista í.


En það verður ekki í sumar held ég.


Síðan var ég að fatta að í ár er hlaupaár, sem þýðir bara eitt. Að fjórir gengur upp í ártalið og að fyrstu helgina í júlí í sumar er Flæðareyrarhátíðin góða...



Hvað er langt síðan við byrjuðum að skipuleggja að fara og djamma feitt þar í sumar HalldórSm., KatrínFr. og ElínSv. hummm...eru það ekki þrjú ár :D haha:D


Mig langar svo að fara, get eiginlega ekki beðið eftir því. En það er bara kannski. Ég veit ekki hvort ég fái frí, eða þori því :s þar sem að ég á víst engann rétt á að vera þarna. Er eiginlega bara einskonar innflytjandi.

Og talandi um innflytjendur. Um daginn voru fótboltastrákar, sem ég kannast við, að keppa í fótbolta. Það er ekki frásögu úr færandi, nema hvað að þeir eru 14 ára og nýfermdir. Í liðinu með þeim er strákur sem að á Asíska mömmu, en hefur alltaf búið á Íslandi og þekkir ekki annað en Ísland. Nema hvað að hann skoraði mark, og markmaðurinn öskraði: ,,Afhverju látiði grjóna helv**** skora mark". Auðvitað var rasistinn strax rekinn út af vellinum fyrir rasisma.



Hvað er að verða um þetta þjóðfélag, spyr sá sem ekki veit. En ég fór síðan að hugsa, það eru bara ekki allir jafn heppnir og ég, að hafa fengið að alast upp með krökkum sem eru af öðrum kynþætti en ég. Börn gera sér heldur ekki grein fyrir að einhver munur sé á þeim nema að helmingurinn, eru strákar og helmingur stelpur. Þau fatta ekki að sumir eru með svarta húð og aðrir gula.

sunnudagur, apríl 13, 2008

Mikið að gera

Ég mun ekki hafa tíma fyrir lífið fyrr en á næsta fimmtudag.

Þangað til mun ég vinna eins og hross í félagsfræðiritgerðinni og lesa fyrir lífsleikni "stúdents"próf...

þangað til...ekki trufla!

mánudagur, apríl 07, 2008

Sh-Boom

Mávahlátur er yndisleg. Sh-boom minnir mig svo á hana, ég elska lagið.

Þegar ég var að leita að laginu á YouTube fann ég það klippt með atriðum úr Rocky Horror. Gaman af því, njótið vel :D

þriðjudagur, mars 25, 2008

vá hvað það var gaman á Aldrei fór ég suður...ég hef aldrei skemmt mér svona vel.

Það var virkilega gaman að troða sér í allri þvögunni, sérstaklega skemmtilegt að vera fremst og færast með þvögunni. Ef einn ákvað að færa sig, þá beygði öll þvagan.

Ég get svo svarið fyrir það að skálmirnar á buxunum mínum voru allar út í skóförum, því að þegar þvagan færðist þá varð fóturinn stundum eftir og þá þurftu sumir sem voru fyrir aftan mig bara að gjöra svo vel að stíga ofan á kálfana á mér til að hreinlega detta ekki.

Við Sandra Dís frænka vorum góð saman, við vorum að dansa við fullt af vinum hennar og allt í einu hvarf hún og ég var bara einn eftir með vinum hennar...haha það var gaman.

SSSól og Rottweiler stóðu upp úr hjá mér, það var geðveikt þegar allir voru farnir að dansa og syngja með þeim.

En allir sem ég hitti og dansaði við: Takk fyrir mig :D

Svo voru það skíðin, ég fór á skíði laugardag og á páskadag í geðveiku færi. Yndislegt að fá útrás í fjallaloftinu.

miðvikudagur, mars 19, 2008

pirr

ahhhh

ég held ég sé klofinn persónuleiki...fyrir fimm mínútum var ég í geðveikri gleði vímu yfir því að vera að fara á Ísafjörð, en nei...

Ég er pirraður núna, vegna þess að ég nenni ekki að gera neitt annað ákvað ég að deila þessu með ykkur...

...ég er pirraður yfir munnangrinu mínu
...ég er búinn að vera veikur síðan á laugardag
...samt var ég að vinna í dag og á laugardag og sunnudag
...ég lét veikindi mín bitna á samstarfsfólki mínu
...ég lét veikindin og minn innri pirring bitna á viðskiptavinum mínum
...ég fór fyrr heim
...ég nenni ekki að gera neitt af hlutunum sem ég ætti að vera að gera
...samt hlaðast verkefnin upp á meðan ég sit hérna og blogga (as we speak :Þ)

ætla að deila hérna mynd af Eddu Katrínu, sem er svo elskuleg að leyfa mér að sitja í til borgarinnar á næsta mánudag...eða er þetta ekki annars hún??

Ég get ekki beðið...

Ég á bókað far til Ísafjarðar á föstudaginn...loksins kemst ég heim :D


Það er allt að verða tilbúið, búinn að kaupa mér nýja skíðaklossa, vaxinn upp úr hinum. Byrjaður að hugsa um hvað ég ætla að hafa með mér (skrifa minnislista).


En ég ber samt ekki sama hug til þessarar skíðaviku sem nú er hafin og þeirra sem áður voru. Ég man þegar það var troðfullt skíðasvæðið og röðin í Sandfellslyftuna náði niður í barnabrekkuna, og maður var fljótari að labba frá skálanum og upp í röðina við Sandfellið en að taka barna lyftuna, því röðin þar náði að skálanum.


Núna er stemmingin öðruvísi. Auðvitað eru nátttúrulega nýjir hlutir sem spila inn í, eins og síðustu ár hefur náttúrulega lítill snjór verið, og fólk virðist vera hætt að nenna að fara á skíði. Svo togar náttúrulega rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fólkið af dalnum og ég held það nenni ekki að fara bæði á skíði og á tónleikana...


En ég vill gömlu skíðavikuna aftur. Þess vegna ætla ég að fara á skíði, taka þátt í furðufatadegi og njóta þess að vera frjáls og fá útrás fyrir adrenanlín þörf minni (sem reyndar er undir meðallagi, svo ég þarf rétt að halda mér í kellingabrekkunni). Ég ætla að fá mér pylsu og hlaupa eins og vitleysingur undir nammiregninu og vonandi verða allir með!

Sjáumst í

Tungudal...

laugardagur, mars 08, 2008

Loksins

Ég er loksins búinn að taka ákvörðun, ákvarðanir.

Ég skráði mig fyrir rest á Hagfræðikjörsviðið, tel að það verði skemmtilegt að kynnast fleiri greinum en félagsfræði og sögu.

Ég var líka svo heppinn í vikunni að það kom inn þetta ofurtilboð á flugfelag.is, besta vini mínum þessa stundina, og ég fékk far heim til Ísafjarðar á föstudaginn langa...það verður sko æði...ég ætla að njóta þess í botn, vonandi verður snjórinn ennþá og skíðasvæðið opið :D

Ég og maja ákváðum síðan að fara á Rocky Horror uppsetningu leikfélags MÍ á páskadagskvöld, ég sem var eiginlega búinn að afskrifa það að komast nokkurn tíman á sýninguna. Ég hef heyrt að hún sé feitt skemmtileg.

Ég kem síðan aftur til Reykjavíkur með Eddu Katrínu á annan í páskum :D

Ég fór í gærkvöldi og hitti vestanfarana frá Ísafjarðarbæ sem voru að koma á SamFés hátíðina til að hvetja hana Bryndísi sem ætlar að keppa fyrir hönd okkar Vestfirðinganna. Það var mjög gaman að hitta alla þessa krakka...enda skemmtilegur hópur.

Ég þarf að fara að læra...nóg af uppsöfnuðum verkefnum...

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Gleði baka -uppskriftin

10 dl.....gleði
12 bls....danska
10 m......snærisspotti
14 ml....hamingja
6 kg......heimalærdómur
.............ást á hnífsoddi


Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið saman.
Bætið hamingjunni hægt og rólega út í. Bakist við
funhita á opnum gleðineista.

Gangi ykkur vel....

mánudagur, febrúar 25, 2008

Gráfíkju kex

Ég var að enduruppgötva svolítið...

Hver man ekki eftir gráfíkju kexinu, umm það er uppáhaldskexið mitt. Ég hef ekki fengið svoleiðis í nokkur ár en svo mundi ég í síðustuviku eftir þessu æði og er núna búinn með tvo stóra kassa sem er í eru tveir bakkar...

sunnudagur, febrúar 24, 2008

"Go" Haukar

,,stundum glymur hæst í tómri tunnu"

Ég er ánægðu með úrslitin í gærkvöldi. Lagið er flott og vonandi verða ekki gerðar miklar breytingar á atriðinu fyrir aðalkeppnina í Belgrad, og vonandi fá söngvararnir að syngja lagið áfram því að ég held þau séu verðugir keppendur fyrir Íslands hönd. Bæði eru þau Friðrik Ómar og Regína góðir söngvarar og þau verða án efa góð landkynning.

María Sigríður, vinkona mín, átti afmæli í gær og vill ég óska henni til hamingju með afmælið. Þú verður að afsaka Maja, ef þú lest þetta, þá var brjálað að gera hjá mér í gær og ég hafði ekki tíma fyrr en í gærkvöldi til að hringja í þig og óska þér til hamingju með afmælið :S... við heyrumst vonandi bara seinna.

Á eftir Sara er að keppa bikarúrslitaleik í körfubolta, þriðja árið í röð með Haukum. Þær mæta Grindavík í Höllinni klukkan 14:00, svo ég segi bara...
áfram Haukar

mánudagur, febrúar 18, 2008

Guminn

,,As you can see, there is a sea all around this island."

Ég skrapp í bíó á föstudagskvöldið síðastliðið. Ég skellti mér á nýjasta meistaraverk Baltasars Kormáks, Brúðgumann.

Þegar litið er til baka eru tveir karakterar sem koma sterkt upp úr, Milla leikin af Ilmi Kristjánsdóttur og Börkur leikinn af Vestfirðingnum Þresti Leó Gunnarssyni.

Í heildina litið stóðu allir sig vel og myndin er falleg og skemmtileg og hefur allt það sem góð kvikmynd á að hafa, eins og vel flestar íslenskar myndir. Enda trúi ég því að íslenskir kvikmyndagerðarmenn séu með þeim bestu í heimi, þó svo að alheimurinn hafi enn ekki uppgötvað þá að fullu.



Annars þá langar mig í sumarið...hef allt í einu óstöðvandi löngun í að fara út í móa berfættur, leggjast niður og borða hámenningarlegt Pik nik. Ég ætla því um leið og færi gefst að fara út í sveit og láta þennan draum minn rætast...

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Gaga: Svaðilfarir námsmanna

Þessa dagana eru þemadagar í MS. 1. bekkingar fóru í morgun á söguslóðir Eglu. Mig langar að segja í stuttu máli frá deginum.

Að lokinni skemmtilegri leiðsögn nútíma hljóðstokks [iPod inns. Nútímavæðing Íslenskunnar ehf] um Landnámssetrið í Borgarnesi hélt hópurinn í Rauðanes að skoða hvar Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson hafði reist sér smiðju. Í Eglu segir að Skalla-Grímur hafi hvergi fengið hentugan stein í smiðjuna svo hann gerði sér lítið fyrir og réri út á Borgafjörðinn og sótti sér hentugan stein sem var svo stór að fjórir menn gátu loftað honum. Fjórir aflmenn úr mínum hóp gerðu heiðarlega tilraun til að lofta steininum en varð ekki kápan úr því klæðinu. Við kennum frostinu um því jörðin var frosinn og okkur var heldur ekkert sérstaklega heitt að standa þarna úti í rokinu.

Að lokinni annarri tilraun til að lofta steininum játuðum við okkur sigruð og ákváðum í staðinn að freista þess að finna fjársjóð Skalla-Gríms sem hann gróf í Krumskeldu. Við keyrðum upp Borgarfjörðinn að Hvítárbrúnni, en hvergi fundum við kelduna. Fararstjórarnir ákváðu að hætta leitinni og snúa til baka í Borgarnes.

Það reyndist afdrifarík ákvörðun að fara aðra leið til baka. Fara gamla þjóðveginn upp á þann nýja. Vegurinn hafði greinilega farið á flot og vatnið hafði frosið yfir veginum, en greinilega höfðu einhverjir farið þarna því spor voru í götunni svo bílstjórinn keyrði öruggur af stað inn á afleggjarann.

Við fundum að það varð þyngra og þyngra að keyra í gegnum klakann en svo byrjaði rútan allt í einu að halla. Við vorum komin út af veginum. Bílstjórinn stöðvaði rútuna og sendi alla út til að freista þess að létta bílinn og ná honum aftur upp á veg. Þegar hann bakkaði bílnum aftur fór hann bara enn lengra út af og þar sem hann staðnæmdist var eitt hjólið á lofti og rútan við það að velta.

Þá var send eftir okkur rúta úr Borgarnesi til að koma okkur þangað og önnur rúta var kölluð frá Reykjavík til að koma okkur til Borgarinnar.

Að lokum komumst við þó heilu og höldnu til okkar heima, þrátt fyrir að afturganga Skalla-Gríms hafi reynt að stöðva för okkar við Hvítárbrúnna.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Gott kvöld -óður til Maju

Hamarshöggin dynja hér á heimili fjölskyldu minnar við Sogaveginn. Nýjir íbúar í kjallaranum að gera íbúðina klára til innflutnings, og pabbi að laga þvottahúsið niðri, næstum búinn reyndar.

Ég veit ekki, er þriggja orða setning sem ég spyr sjálfan mig svo oft. Hvaða braut vill ég fara í lífinu. Eina stundina langar mig til að verða læknir og bjarga mannslífum. Aðra að verða kennari og bjarga vitlausum unglingum frá ræsinu. Stundum langar mig svo að verða stjórnmálamaður og reyna að bjarga heiminum en samt þá fjarlægist sá draumur alltaf fljótt frá mér því að atvinnuöryggið er lítið sem ekkert.

Helst myndi ég vilja gera allt. Mig langar að vera læknir, kennari, stjórnmálamaður, fréttamaður, námsmaður, starfsmaður, verslunarstjóri, byggingaverkfræðingur. Samt kemur einhvern veginn ekki til greina að vinna úti vinnu.

Mig langar að læra svo margt. Mig langar að taka allar brautir í MS. Ég get ekki valið. Lífið er valkvíði. Maður verður að taka ákvörðun, stundum veðjar maður rétt, stundum ekki og þá verður maður bara að taka afleiðingunum -því miður.

Þangað til næst...

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Góður er sopinn


Er á fullu í því að glósa Eglu, drekka kaffi og hafa það gott á litlu heimaskrifstofunni minni...

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Gúfffff

Ég stend núna frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að velja mér kjörsvið -mjög svo erfiðu. Ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að fara á hagfræðikjörsvið eða félagsfræðikjörsvið. Helst myndi ég vilja taka báðar. En það er víst ekki hægt :s

Svo er auðvitað annað í stöðunni...skipta um braut og fara á náttúrufræðibraut líffræðikjörsvið en það er samt ekki jafn spennandi.

Hvað á ég að gera. Ég hef farið og talað við námsráðgjafa en það hefur lítið breytt mínu viðhorfi...ég held að ég sé bókstaflega námssjúkur. Ég get ekki ákveðið mig. Mig langar að læra allt :D
Annars þá eru það 50 bls. í dönsku fyrir morgundaginn, kaflapróf í stærðfræði á fimmtudaginn og 40 kaflar í Eglu fyrir föstudaginn.
Góða skemmtun ég...eða ekki :D

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Gamla tíð

Ég var að skoða geisladiska safnið mitt...sem hefur á að skipa nokkrum stuðmanna diskum, Pottþétt safnplötum og nokkrum öðrum titlum. Hvað haldiði að ég hafi fundið...allt Grease safnið mitt...ég á The Original Soundtrack From the Motion Picture, diskinn með Selmu og Rúnari Frey í aðalhlutverkum og útgáfuna sem Gísli Rúnar Jónsson þýddi sem skartaði þeim Birgittu og Jónsa í aðalhlutverkum... yndislegir tímar...kann fyrri tvo diskana utan að en hef bara einu sinni hlustað á nýjasta diskinn í heild sinni. Við systkinin vorum sko húkt á þessu kunnum diskinn og myndina utan að og þegar við fórum á leikritið áttu þau í erfiðleikum með að hemja mig því ég kunni alla textana utan að og söng auðvitað með...gefið mér smá "sjens", ég var nú bara sjö ára :D

[...]
Ra-ma la-ma la-ma ka ding a da ding de dong
Shoo-bop sha wad-da wad-da yipp-it-y boom de boom
Chang chang chang-it-ty chang shoo-bop
Dip da-dip da-dip doo-wop da doo-bee doo
Boog-e-dy boog-e-dy boog-e-dy boog-ed-y
Shoo-by doo-wop she-bop
Sha-na-na-na-na-na-na-na yip-pit-y boom de boom
Ra-ma la-ma la-ma ka ding-a de ding de dong
Shoo-bop sha wad-da wad-da yipp-it-y boom de boom
Chang chang chang-it-ty chang shoo-bop
Dip da-dip da-dip doo-wop da doo-bee doo
Boog-e-dy boog-e-dy boog-e-dy boog-e-dy
shoo-by doo-wop she-bop
Sha-na-na-na-na-na-na-na yip-pit-ty boom de boom
[...]
Olivia og John

Selma og Rúnar Freyr

föstudagur, febrúar 01, 2008

góð helgi

Próf í jarðfræði eftir hálftíma, mikil pressa, ef bekkurinn nær 6 í meðaleinkunn getum við minnkað efni til stúdentsprófs um einn kafla. Það væri æði.

Annars er þetta byrjun á frábærri helgi, ég þarf reyndar að vinna á morgun og læra á sunnudaginn fyrir næsta próf, en ljósið í myrkrinu, sem skín skjærast er að uppáhaldsfrændur mínir eru að koma í helgarreisu til borgarinnar, úr siðmenningunni á Ísafirði

Vonandi að borgarstjórnar meirihlutinn haldi í þetta skiptið...

Yfir og út...

laugardagur, janúar 26, 2008

Þú eina hjartans yndið mitt

Sem brottfluttur Ísfirðingur verður maður náttúrulega að halda í ísfirskar hefðir, svo við Sandra Dís, sem er tímabundið flutt inn til mín, skelltum í pönnsur í gær :D Það var æðislegt og gekk meira að segja vonum framan. Bökuðum fimm uppskriftir og við vorum ennþá að þróa þær þegar við skelltum í síðustu uppskriftina.


Reyndar bakaði ég þær...Sandra borðaði þær bara :D


Mig langar svo að fara á skíði, en ég eiginlega nenni því ekki :s svo það er víst lítið annað að gera en að fara að læra smávegis. Framundan eru nokkur próf og ég þarf að vera búinn með nokkuð mikið lesefni fyrir þau :s


En fyrir ykkur sem ekki hafið uppgötvað...lífið er yndislegt :D


Sólrisa í Skutulsfirði