þriðjudagur, mars 25, 2008

vá hvað það var gaman á Aldrei fór ég suður...ég hef aldrei skemmt mér svona vel.

Það var virkilega gaman að troða sér í allri þvögunni, sérstaklega skemmtilegt að vera fremst og færast með þvögunni. Ef einn ákvað að færa sig, þá beygði öll þvagan.

Ég get svo svarið fyrir það að skálmirnar á buxunum mínum voru allar út í skóförum, því að þegar þvagan færðist þá varð fóturinn stundum eftir og þá þurftu sumir sem voru fyrir aftan mig bara að gjöra svo vel að stíga ofan á kálfana á mér til að hreinlega detta ekki.

Við Sandra Dís frænka vorum góð saman, við vorum að dansa við fullt af vinum hennar og allt í einu hvarf hún og ég var bara einn eftir með vinum hennar...haha það var gaman.

SSSól og Rottweiler stóðu upp úr hjá mér, það var geðveikt þegar allir voru farnir að dansa og syngja með þeim.

En allir sem ég hitti og dansaði við: Takk fyrir mig :D

Svo voru það skíðin, ég fór á skíði laugardag og á páskadag í geðveiku færi. Yndislegt að fá útrás í fjallaloftinu.

miðvikudagur, mars 19, 2008

pirr

ahhhh

ég held ég sé klofinn persónuleiki...fyrir fimm mínútum var ég í geðveikri gleði vímu yfir því að vera að fara á Ísafjörð, en nei...

Ég er pirraður núna, vegna þess að ég nenni ekki að gera neitt annað ákvað ég að deila þessu með ykkur...

...ég er pirraður yfir munnangrinu mínu
...ég er búinn að vera veikur síðan á laugardag
...samt var ég að vinna í dag og á laugardag og sunnudag
...ég lét veikindi mín bitna á samstarfsfólki mínu
...ég lét veikindin og minn innri pirring bitna á viðskiptavinum mínum
...ég fór fyrr heim
...ég nenni ekki að gera neitt af hlutunum sem ég ætti að vera að gera
...samt hlaðast verkefnin upp á meðan ég sit hérna og blogga (as we speak :Þ)

ætla að deila hérna mynd af Eddu Katrínu, sem er svo elskuleg að leyfa mér að sitja í til borgarinnar á næsta mánudag...eða er þetta ekki annars hún??

Ég get ekki beðið...

Ég á bókað far til Ísafjarðar á föstudaginn...loksins kemst ég heim :D


Það er allt að verða tilbúið, búinn að kaupa mér nýja skíðaklossa, vaxinn upp úr hinum. Byrjaður að hugsa um hvað ég ætla að hafa með mér (skrifa minnislista).


En ég ber samt ekki sama hug til þessarar skíðaviku sem nú er hafin og þeirra sem áður voru. Ég man þegar það var troðfullt skíðasvæðið og röðin í Sandfellslyftuna náði niður í barnabrekkuna, og maður var fljótari að labba frá skálanum og upp í röðina við Sandfellið en að taka barna lyftuna, því röðin þar náði að skálanum.


Núna er stemmingin öðruvísi. Auðvitað eru nátttúrulega nýjir hlutir sem spila inn í, eins og síðustu ár hefur náttúrulega lítill snjór verið, og fólk virðist vera hætt að nenna að fara á skíði. Svo togar náttúrulega rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fólkið af dalnum og ég held það nenni ekki að fara bæði á skíði og á tónleikana...


En ég vill gömlu skíðavikuna aftur. Þess vegna ætla ég að fara á skíði, taka þátt í furðufatadegi og njóta þess að vera frjáls og fá útrás fyrir adrenanlín þörf minni (sem reyndar er undir meðallagi, svo ég þarf rétt að halda mér í kellingabrekkunni). Ég ætla að fá mér pylsu og hlaupa eins og vitleysingur undir nammiregninu og vonandi verða allir með!

Sjáumst í

Tungudal...

laugardagur, mars 08, 2008

Loksins

Ég er loksins búinn að taka ákvörðun, ákvarðanir.

Ég skráði mig fyrir rest á Hagfræðikjörsviðið, tel að það verði skemmtilegt að kynnast fleiri greinum en félagsfræði og sögu.

Ég var líka svo heppinn í vikunni að það kom inn þetta ofurtilboð á flugfelag.is, besta vini mínum þessa stundina, og ég fékk far heim til Ísafjarðar á föstudaginn langa...það verður sko æði...ég ætla að njóta þess í botn, vonandi verður snjórinn ennþá og skíðasvæðið opið :D

Ég og maja ákváðum síðan að fara á Rocky Horror uppsetningu leikfélags MÍ á páskadagskvöld, ég sem var eiginlega búinn að afskrifa það að komast nokkurn tíman á sýninguna. Ég hef heyrt að hún sé feitt skemmtileg.

Ég kem síðan aftur til Reykjavíkur með Eddu Katrínu á annan í páskum :D

Ég fór í gærkvöldi og hitti vestanfarana frá Ísafjarðarbæ sem voru að koma á SamFés hátíðina til að hvetja hana Bryndísi sem ætlar að keppa fyrir hönd okkar Vestfirðinganna. Það var mjög gaman að hitta alla þessa krakka...enda skemmtilegur hópur.

Ég þarf að fara að læra...nóg af uppsöfnuðum verkefnum...