laugardagur, júní 10, 2006

Jæja kominn tími á blogg...

huuummm

Síðustu daga hef ég verið að vinna og það enga aumingja vinnu...ég er búinn að ver að mála, teppaleggja og þrífa nýju morraaðstöðuna til að morrinn geti hafist á mánudaginn...en já þá byrja ég aftur í aumingja vinnunni ;) ekki taka þessu illa...

Síðustu helgi varð pabbi gamli fimmtugur :D já já kominn á gamals aldur ;D...við áttum að vera í fermingu hjá honum ægi frænda mínum á afmælisdaginn hans pabba þannig að við héldum bara upp á afmælið á snæfellsnesi...nánar tiltekið á Gufuskálum (massastaður Gufuskálar, risa raðhús sem maður getur fengið lánuð). Ægir á sko heima í Ólafsvík og það tekur kortér eða eitthvað að keyra þar á milli. Já þangað komu fullt af vinum pabba og mömmu og síðan á miðnætti aðfaranótt 4. júní komu öll systkini pabba og afi og amma öll í mis annarlegu ástandi og óskuðu honum til hamingju með afmælið :D...

Það var mjög gaman að hitta allt fólkið aftur sem maður hefur ekkert séð síðan í fyrra sumar :D

Núna áðan fór ég í hjólatúr...var óggsla duglegur...hjólaði inn í fjörð og upp í gegnum hverfið yfir brúna hjá vegagerðinni og inn í skóg og þar labbaði ég smá um...síðan hjólaði ég útí bæ og reyndi að hjóla upp allar brekkur sem ég fann :D...það var mjög gaman. Á leið minni um "heiðardalinn" (Tungudal) þá fór ég að hugsa hvort málið væri ekki bara að skella sér að horni með Berglindi og Hagalín og co í sumar... byrja að æfa sig og svoleiðis...og ég hef tekið þá bjargföstu ákvörðun að fara :D vonandi verður enginn fúll

Í vikunni fór ég í útkall inn í djúp með björgunarsveitinni...mitt fyrsta útkall um ævina...við fengum boð um útkallið klukkan 23 og fórum niður í guðmundarbúð fórum svo inn í Hestfjörð. Þar vorum við alla nóttina og vorum að týna upp fiska. Ég kom heim hálf tíma fyrir vinnu og mætti í hana ferskur og mér leið síðustu tvo tímana eins og ég væri sofandi og mig væri að dreyma það sem ég var að gera...enda ekki skrýtið búinn að vaka í 31 tíma án þess að sofna...

Síðan kom ég heim og fór að sofa. Um kvöldið fékk ég boð um að koma að hjálpa til við að bera húsgögn og borðbúnað fyrir sumarhótelið.

Í gær kvöld sofnaði ég klukkan 7...var að horfa á mynd og sofnaði yfir henni(týbískt ég og ættmenni mín) og ég svaf til klukkan níu í morgun. Í fyrramálið ætla ég að drífa mig í eina æfingargönguferð...í Naustahvilt eða upp með Buná.

Núna er ég alveg að sofna enda ekki skrýtið eftir að hafa talað svona mikið um svefn í þessari dagbókarfærslu minni 8-