sunnudagur, mars 18, 2007

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs

Jæja, kallinn bara ekkert búinn að vera að standa sig í þessu...og margir alltaf að minna hann á það :s Ég hef ákveðið að gera upp fyrsta ársfjórðunginn með þessu bloggi og ætla að reyna að standa mig betur í þessu...

Janúar
Jújú, árið byrjaði með sínum vanagang, þó svo að skotglaðir Ísfirðingar hafi ekki verið jafn skotglaðir og fyrri ár. Á fyrsta degi þorra var þorra blótað af tíundubekkingum grunnskólans á Ísafirði, kennurum og aðstandendum.



Febrúar
Vinna, vinna, vinna...Samkaup minn ástkæri vinnustaður átti hug og hjarta mitt þennan mánuðinn og ég man ekki eftir neinu stórvægilegu, nema auðvitað söngkeppni vestfjarða sem haldin var á Hólmavík, þar sem Sigurður okkar Erling kom sá og sigraði og ástirnar mínar Sunna og Agnes urðu í þriðja sæti.

Mars
Fyrstu helgina í mars hélt ég ásamt mínu fríða föruneyti burt úr bænum. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur þar sem Sigurður sigurvegari Söngkeppni Vestfjarða átti að taka þátt í Söngkeppni Samfés...það er náttúrulega ekki frá sögu úr færandi að Siggi VANN ekki. Sömu helgi fékk ég einnig að sjá í fyrsta skipti með berum augum framtíðarheimili mitt (allavega næsta sumar, hver veit hvað gerist eftir það :s ja, ekki veit ég það). Síðan gerðist sá stórmerkilegi atburður að Félagsmiðstöð Ísafjarðar fékk loksins framtíðarheimili og var hún opnuð með pompi og prakt, og hefur hún verið óspart notuð af grunnskólanemum, þósvo að nokkurrar óánægju gæti með veru Dægrardvalar, lengdar viðverubarna á yngsta stigi skólans, en hún samnýtir húsnæðið með Félagsmiðstöðinni og heftir starfsemi hennar heilmikið. [það sést ekki greinilega hvar ég stend í þessu máli, allavega ekki miðað við það sem stendur hér að framan] Svo hef ég bara verið að vinna og vinna og vinna í mínum yndislega vinnustað Samkaup.

Svo er það auðvitað árshátíðin G.Í. sem var á fimmtudag og föstudag í síðustu viku, þar var auðvitað mjög skemmtilegt, og persónulega þótti mér flottast hvernig atriðin hjá 7. bekk voru inn á milli atriða hjá hinum. Samnemendur takk fyrir skemmtunina. Að lokinni seinustu skemmtuninni á föstudagskvöldið var svo hið margrómaða árshátíðarball, sem var að mér fannst mjög skemmtilegt, en hefði mátt vera lengra.

Svo er nú skemmst frá því að segja að ég kann að taka upp í hljóðverinu í nýju félagsmiðstöðinni. Gaman af því. Fór á námskeið ásamt fleirum hjá honum Hálfdáni sem var í hljómsveitinni Nois ef ég man rétt. Ef þig vantar að láta taka þig upp þá tek ég 3000 kall á tímann, síminn minn er 8473901 ;D

Það er skrýtið að vera að fara að flytja eftir að hafa búið alla ævi á sama stað. Ég hélt að þegar ég flutti úr Móholtinu að ég myndi aldrei lifa það af en ég tóri enn, svo ég hlýt að spjara mig í Reykjavík, þó svo ég ætli að reyna að vera fastagestur á Ísafirði :D (þið losnið ekki svona auðveldlega við mig, öll frí og allar helgar :D).

Að lokum vil ég votta þeim samúð mína sem um sárt eiga að binda vegna sjóslysins aðfaranótt miðvikudagsins síðastliðinn. Það er ótrúlegt hvað svona atburður þjappar manni saman og það sýnir manni sannarlega hvað það er gott að búa í svona litlu samfélagi eins og Ísafjörður er.