föstudagur, september 07, 2007

jólin eru á næsta LEYTI

Vá hvað ég er stórborgarlegur :D ég fór í fyrsta skiptið í gær í strætó með nýja strætókortinu mínu :D
En nóg um það. Í dag hljómuðu í eyrum Ísfirðinga fréttir um að vinir okkar og frændur í danska bænum Hróars-keldu hefðu slitið vinabæjar sambandi við Ísafjörð, hvað verður um jólatréið sem þeir hafa alltaf gefið okkur, verður ekkert jólatré kannski :S Hvað verður þá um torgsöluna, niðurtalninguna og kakó og lummur úr tónlistarfélagsgámnum.
Ég ætla rétt að vona það að þessi skemmtilegi siður verði ekki lagður niður, þrátt fyrir að jólatréið verði ekki danskt þessi jólin :(
Ég hef því ákveðið að taka mig til og auglýsi því eftir fyrir hönd Ísfirðinga eftir bæ sem vill gefa okkur jólatré svo við getum haldið áfram þessum gamla sið.

Skemmtileg stemming...ekki satt?

miðvikudagur, september 05, 2007

Símaauglýsingin

Vá, ég hef ekki verið jafn hneykslaður í nokkurn tíma. Þetta er bara fáránlegt að stórfyrirtæki eins og síminn noti efni biblíunnar til að særa fólk, því það hefur það einmitt verið að gera. Auk þess finnst mér að fyrst að spaugstofan mátti ekki sýna þetta í sínum þætti fyrir nokkrum árum, hvers vegna má síminn gera þetta. Jón Gnarr hugmyndasmiður auglýsingarinnar hefur aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, og þetta gerði alveg út um hann. Eftir þessa auglýsingu hef ég misst allt álit mitt á honum.

En nóg um það. Það gengur allt frábærlega hjá mér í skólanum, mínum frábæra MS. Það eru frábærir kennarar og skemmtilegir krakkar, en það var nú samt svolítið erfitt fyrstu dagana. En þetta er rosalega mikil vinna, heimavinna upp á hvern einasta dag, sem er samt alveg ágætt. Ég er búinn að fara í tvö próf og skila einu verkefni, og svona til að monta mig aðeins, þá var ég með hæstu einkunnir í mínum bekk í þeim öllum :D Var með 9,5 fyrir lífsleikniverkefni, 8,5 í ENSKU (já þið heyrið rétt gömlu samnemendur í ensku hraðferð) og 7,5 í stærðfræði :D


En mig langar að skila kveðju til allra fyrir vestan...ég sakna ykkar svo mikið. Ég verð að fara að skella mér, ef ég fæ eitthvað gott far kannski að maður skelli sér. Þ.e. ef ég verð ekki að vinna í Hagkaup...


þangað til næst...ekkert stress, verið hress, bless :D



Þessi mynd er ekta :D tekin í Brautarholti við Skutulsfjörð :D