fimmtudagur, júlí 19, 2007

Stórborgarbúinn

Eins og sönnum stórborgarbúa sæmir hef ég ákveðið að notast í meiri mæli við almenningssamgangnakerfið, sem að mínu mati er alveg stórgott, þó svo að það mætti fjölga ferðum, þó svo að auðvitað sé spurning um hvort að markaður sé fyrir það.

En fyrstu kynni mín af strætisvögnunum voru ekki alveg svo góð. Ég var að fara frá heimili mínu á Kópavogsvöll á landsmótið sem var haldið í Kópavogi. Ég náttúrlega algjör sveitalubbi, en ég vissi nú samt hvað skiptimiði var, en ég áttaði mig ekki fyrr en of seint hvernig ætti að nota hann, enda hef aldrei tekið strætó áður í stórborg. Þegar ég var að fara út úr strætónum ætlaði ég að biðja vagnstjórann um skiptimiða, en svarið sem ég fékk frá þessum gamalgróna starfsmanns Strætós var að maður ætti að biðja um miðann þegar maður borgaði. Ég bað náttúrulega manninn vel að lifa, en sagði um leið og ég gekk út við hann nánæst orðrétt:

,,Það er nú ekkert verið að beygja reglurnar fyrir þá sem eru að fara í fyrsta skipti með strætó, og mér þykir það ekki skrýtið að nýtt fólk byrji ekki að taka strætó fyrst að þjónustan væri svona."

Og þar við sat, ég gekk í burt frá manninum sem sat við sinn keip áfram eins og ekkert væri. Það var nú kannski ekki skrýtið að þessi maður lyfti ekki brúnum yfir þessum viðbrögðum mínum, enda leit hann út fyrir að hafa unnið hjá þessu fyrirtæki óralengi og ég gæti best trúað að hann væri gróinn fastur við stólinn.

En ég er ekkert að velta mér uppúr þessu og held ótrauður áfram að taka strætó þess á milli sem ég ferðast á hjólinu mínu hérna um bæinn :D

En ég er að spá, ætti ég að skipta og færa mig yfir á Mogga bloggið, það er svolítið freistandi að geta skrifað þar, og komist í moggann ef maður skrifar vel :D Deilið ykkar skoðun á því.

mánudagur, júlí 09, 2007

Allta að fara til andskotans!

Já það eru sko orð með sönnu, því að með því að minnka kvótann á næsta fiskveiðiári var rekið dómshögg á byggðirnar á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, á Suðurnesjum og á Austurlandi. Hvað á fólkið að gera sem missir vinnuna, varla finnur það sér nýja vinnu fyrir vestan. Eftir nokkur ár verða Vestfirðir líklega orðnir að eyðibyggð, enda er ekki lengur þjóðhagslega hagkvæmt að reka þá eins og hefur nú þegar skýrt komið fram í fjölmiðlum. Það er þó líklega sjávarplássunum að þakka hvar þjóðin er stödd í dag, með ríkari þjóðum heimsins.

En fólkið sem áður vann í fiskinum, hvað á það að fara að gera. Varla fær það vinnu hjá Ísafjarðarbæ, í þessum störfum sem voru auglýst þar og krefjast öll háskólamenntunar. Samt var bæjarstjórnin að hreykja sig af þessum störfum. Það vantaði kennara og þar fram eftir götunum, en ég held að það hafi alveg sýnt sig að það hlaupa ekki allir úr frystihúsunum í kennslu.

En mig langar að senda Jónu Ben vinkonu minni baráttukveðjur, það var leiðinlegt að geta ekki hitt þig á Úlfljótsvatni þegar ég fór þangað í heimsókn. En skátar, takk fyrir æðislega skemmtun á laugardagskvöldið ;D Og Jógvan þú varst góður :Þ

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Dagbókarfærsla væntanleg !!!

A morgun er von a nýrri dagbókarfærslu og vonandi bíða þessir þrír óþreygjufullir eftir þessari langþráðu færslu...

En vel á minnst, hvað er þetta 11. ágúst? Ég bíð spenntur...