laugardagur, janúar 26, 2008

Þú eina hjartans yndið mitt

Sem brottfluttur Ísfirðingur verður maður náttúrulega að halda í ísfirskar hefðir, svo við Sandra Dís, sem er tímabundið flutt inn til mín, skelltum í pönnsur í gær :D Það var æðislegt og gekk meira að segja vonum framan. Bökuðum fimm uppskriftir og við vorum ennþá að þróa þær þegar við skelltum í síðustu uppskriftina.


Reyndar bakaði ég þær...Sandra borðaði þær bara :D


Mig langar svo að fara á skíði, en ég eiginlega nenni því ekki :s svo það er víst lítið annað að gera en að fara að læra smávegis. Framundan eru nokkur próf og ég þarf að vera búinn með nokkuð mikið lesefni fyrir þau :s


En fyrir ykkur sem ekki hafið uppgötvað...lífið er yndislegt :D


Sólrisa í Skutulsfirði