miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Gleði baka -uppskriftin

10 dl.....gleði
12 bls....danska
10 m......snærisspotti
14 ml....hamingja
6 kg......heimalærdómur
.............ást á hnífsoddi


Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið saman.
Bætið hamingjunni hægt og rólega út í. Bakist við
funhita á opnum gleðineista.

Gangi ykkur vel....

mánudagur, febrúar 25, 2008

Gráfíkju kex

Ég var að enduruppgötva svolítið...

Hver man ekki eftir gráfíkju kexinu, umm það er uppáhaldskexið mitt. Ég hef ekki fengið svoleiðis í nokkur ár en svo mundi ég í síðustuviku eftir þessu æði og er núna búinn með tvo stóra kassa sem er í eru tveir bakkar...

sunnudagur, febrúar 24, 2008

"Go" Haukar

,,stundum glymur hæst í tómri tunnu"

Ég er ánægðu með úrslitin í gærkvöldi. Lagið er flott og vonandi verða ekki gerðar miklar breytingar á atriðinu fyrir aðalkeppnina í Belgrad, og vonandi fá söngvararnir að syngja lagið áfram því að ég held þau séu verðugir keppendur fyrir Íslands hönd. Bæði eru þau Friðrik Ómar og Regína góðir söngvarar og þau verða án efa góð landkynning.

María Sigríður, vinkona mín, átti afmæli í gær og vill ég óska henni til hamingju með afmælið. Þú verður að afsaka Maja, ef þú lest þetta, þá var brjálað að gera hjá mér í gær og ég hafði ekki tíma fyrr en í gærkvöldi til að hringja í þig og óska þér til hamingju með afmælið :S... við heyrumst vonandi bara seinna.

Á eftir Sara er að keppa bikarúrslitaleik í körfubolta, þriðja árið í röð með Haukum. Þær mæta Grindavík í Höllinni klukkan 14:00, svo ég segi bara...
áfram Haukar

mánudagur, febrúar 18, 2008

Guminn

,,As you can see, there is a sea all around this island."

Ég skrapp í bíó á föstudagskvöldið síðastliðið. Ég skellti mér á nýjasta meistaraverk Baltasars Kormáks, Brúðgumann.

Þegar litið er til baka eru tveir karakterar sem koma sterkt upp úr, Milla leikin af Ilmi Kristjánsdóttur og Börkur leikinn af Vestfirðingnum Þresti Leó Gunnarssyni.

Í heildina litið stóðu allir sig vel og myndin er falleg og skemmtileg og hefur allt það sem góð kvikmynd á að hafa, eins og vel flestar íslenskar myndir. Enda trúi ég því að íslenskir kvikmyndagerðarmenn séu með þeim bestu í heimi, þó svo að alheimurinn hafi enn ekki uppgötvað þá að fullu.



Annars þá langar mig í sumarið...hef allt í einu óstöðvandi löngun í að fara út í móa berfættur, leggjast niður og borða hámenningarlegt Pik nik. Ég ætla því um leið og færi gefst að fara út í sveit og láta þennan draum minn rætast...

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Gaga: Svaðilfarir námsmanna

Þessa dagana eru þemadagar í MS. 1. bekkingar fóru í morgun á söguslóðir Eglu. Mig langar að segja í stuttu máli frá deginum.

Að lokinni skemmtilegri leiðsögn nútíma hljóðstokks [iPod inns. Nútímavæðing Íslenskunnar ehf] um Landnámssetrið í Borgarnesi hélt hópurinn í Rauðanes að skoða hvar Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson hafði reist sér smiðju. Í Eglu segir að Skalla-Grímur hafi hvergi fengið hentugan stein í smiðjuna svo hann gerði sér lítið fyrir og réri út á Borgafjörðinn og sótti sér hentugan stein sem var svo stór að fjórir menn gátu loftað honum. Fjórir aflmenn úr mínum hóp gerðu heiðarlega tilraun til að lofta steininum en varð ekki kápan úr því klæðinu. Við kennum frostinu um því jörðin var frosinn og okkur var heldur ekkert sérstaklega heitt að standa þarna úti í rokinu.

Að lokinni annarri tilraun til að lofta steininum játuðum við okkur sigruð og ákváðum í staðinn að freista þess að finna fjársjóð Skalla-Gríms sem hann gróf í Krumskeldu. Við keyrðum upp Borgarfjörðinn að Hvítárbrúnni, en hvergi fundum við kelduna. Fararstjórarnir ákváðu að hætta leitinni og snúa til baka í Borgarnes.

Það reyndist afdrifarík ákvörðun að fara aðra leið til baka. Fara gamla þjóðveginn upp á þann nýja. Vegurinn hafði greinilega farið á flot og vatnið hafði frosið yfir veginum, en greinilega höfðu einhverjir farið þarna því spor voru í götunni svo bílstjórinn keyrði öruggur af stað inn á afleggjarann.

Við fundum að það varð þyngra og þyngra að keyra í gegnum klakann en svo byrjaði rútan allt í einu að halla. Við vorum komin út af veginum. Bílstjórinn stöðvaði rútuna og sendi alla út til að freista þess að létta bílinn og ná honum aftur upp á veg. Þegar hann bakkaði bílnum aftur fór hann bara enn lengra út af og þar sem hann staðnæmdist var eitt hjólið á lofti og rútan við það að velta.

Þá var send eftir okkur rúta úr Borgarnesi til að koma okkur þangað og önnur rúta var kölluð frá Reykjavík til að koma okkur til Borgarinnar.

Að lokum komumst við þó heilu og höldnu til okkar heima, þrátt fyrir að afturganga Skalla-Gríms hafi reynt að stöðva för okkar við Hvítárbrúnna.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Gott kvöld -óður til Maju

Hamarshöggin dynja hér á heimili fjölskyldu minnar við Sogaveginn. Nýjir íbúar í kjallaranum að gera íbúðina klára til innflutnings, og pabbi að laga þvottahúsið niðri, næstum búinn reyndar.

Ég veit ekki, er þriggja orða setning sem ég spyr sjálfan mig svo oft. Hvaða braut vill ég fara í lífinu. Eina stundina langar mig til að verða læknir og bjarga mannslífum. Aðra að verða kennari og bjarga vitlausum unglingum frá ræsinu. Stundum langar mig svo að verða stjórnmálamaður og reyna að bjarga heiminum en samt þá fjarlægist sá draumur alltaf fljótt frá mér því að atvinnuöryggið er lítið sem ekkert.

Helst myndi ég vilja gera allt. Mig langar að vera læknir, kennari, stjórnmálamaður, fréttamaður, námsmaður, starfsmaður, verslunarstjóri, byggingaverkfræðingur. Samt kemur einhvern veginn ekki til greina að vinna úti vinnu.

Mig langar að læra svo margt. Mig langar að taka allar brautir í MS. Ég get ekki valið. Lífið er valkvíði. Maður verður að taka ákvörðun, stundum veðjar maður rétt, stundum ekki og þá verður maður bara að taka afleiðingunum -því miður.

Þangað til næst...

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Góður er sopinn


Er á fullu í því að glósa Eglu, drekka kaffi og hafa það gott á litlu heimaskrifstofunni minni...

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Gúfffff

Ég stend núna frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að velja mér kjörsvið -mjög svo erfiðu. Ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að fara á hagfræðikjörsvið eða félagsfræðikjörsvið. Helst myndi ég vilja taka báðar. En það er víst ekki hægt :s

Svo er auðvitað annað í stöðunni...skipta um braut og fara á náttúrufræðibraut líffræðikjörsvið en það er samt ekki jafn spennandi.

Hvað á ég að gera. Ég hef farið og talað við námsráðgjafa en það hefur lítið breytt mínu viðhorfi...ég held að ég sé bókstaflega námssjúkur. Ég get ekki ákveðið mig. Mig langar að læra allt :D
Annars þá eru það 50 bls. í dönsku fyrir morgundaginn, kaflapróf í stærðfræði á fimmtudaginn og 40 kaflar í Eglu fyrir föstudaginn.
Góða skemmtun ég...eða ekki :D

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Gamla tíð

Ég var að skoða geisladiska safnið mitt...sem hefur á að skipa nokkrum stuðmanna diskum, Pottþétt safnplötum og nokkrum öðrum titlum. Hvað haldiði að ég hafi fundið...allt Grease safnið mitt...ég á The Original Soundtrack From the Motion Picture, diskinn með Selmu og Rúnari Frey í aðalhlutverkum og útgáfuna sem Gísli Rúnar Jónsson þýddi sem skartaði þeim Birgittu og Jónsa í aðalhlutverkum... yndislegir tímar...kann fyrri tvo diskana utan að en hef bara einu sinni hlustað á nýjasta diskinn í heild sinni. Við systkinin vorum sko húkt á þessu kunnum diskinn og myndina utan að og þegar við fórum á leikritið áttu þau í erfiðleikum með að hemja mig því ég kunni alla textana utan að og söng auðvitað með...gefið mér smá "sjens", ég var nú bara sjö ára :D

[...]
Ra-ma la-ma la-ma ka ding a da ding de dong
Shoo-bop sha wad-da wad-da yipp-it-y boom de boom
Chang chang chang-it-ty chang shoo-bop
Dip da-dip da-dip doo-wop da doo-bee doo
Boog-e-dy boog-e-dy boog-e-dy boog-ed-y
Shoo-by doo-wop she-bop
Sha-na-na-na-na-na-na-na yip-pit-y boom de boom
Ra-ma la-ma la-ma ka ding-a de ding de dong
Shoo-bop sha wad-da wad-da yipp-it-y boom de boom
Chang chang chang-it-ty chang shoo-bop
Dip da-dip da-dip doo-wop da doo-bee doo
Boog-e-dy boog-e-dy boog-e-dy boog-e-dy
shoo-by doo-wop she-bop
Sha-na-na-na-na-na-na-na yip-pit-ty boom de boom
[...]
Olivia og John

Selma og Rúnar Freyr

föstudagur, febrúar 01, 2008

góð helgi

Próf í jarðfræði eftir hálftíma, mikil pressa, ef bekkurinn nær 6 í meðaleinkunn getum við minnkað efni til stúdentsprófs um einn kafla. Það væri æði.

Annars er þetta byrjun á frábærri helgi, ég þarf reyndar að vinna á morgun og læra á sunnudaginn fyrir næsta próf, en ljósið í myrkrinu, sem skín skjærast er að uppáhaldsfrændur mínir eru að koma í helgarreisu til borgarinnar, úr siðmenningunni á Ísafirði

Vonandi að borgarstjórnar meirihlutinn haldi í þetta skiptið...

Yfir og út...