föstudagur, nóvember 30, 2007

Nú er allt breytt vegna þín...

Sit hér einmana
fölur og fár
sit hér leiður og lítill[...]


Hver man ekki eftir þessu broti úr þekktu sönglagi sem leikarar morrans sömdu hérna um árið ;D


Jæja, jólin nálgast...síðasti skóladagurinn minn var í dag og framundan eru fjögur próf, þar af tvö stúdentspróf :D Ég hlakka svo til að fara í þessi próf...það er svo gaman að vera í prófum :D allavega svona í hófi.


En í dag er þrítugasti nóvember sem þýðir að á morgun er 1. desember Fullveldisdagurinn og þá má byrja að spila jólalög og þá má byrja að skreyta...allavega á mínu heimili...reyndar tók ég smá forskot á sæluna áðan og byrjaði að setja jólaseríur í gluggana.


En í tilefni af því að það má byrja að spila jólalög ætla ég að benda ykkur á ótrúlega fallegt lag sem er að finna á 100 jólalög disknum. Það er lagið Ó helga nótt sem Egill Ólafsson syngur ásamt kórum:


Ó, HELGA NÓTT
Ó helga nótt, þín stjarna blikar blíða,
þá barnið Jesús fæddist hér á jörð.
Í dauða myrkrum daprar þjóðir stríða,
uns Drottinn birtist sinni barna hjörð.
Nú glæstar vonir gleðja hrjáar þjóðir
því guðlegt ljós af háum himni skín.
Föllum á kné
nú fagna himins englar,
frá barnsins jötu blessun streymir,
blítt og hljótt til þín.
Ó helga nótt, ó heilaga nótt.

Vort trúar ljós, það veginn okkur vísi,
hjá vöggu hans við stöndum hræð og klökk
og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi,
er koma vilja hér í bæn og þökk.
Nú konungurinn Kristur Drottinn fæddist
hann kallar oss í bróður bæn til sín.
Föllum á kné,
nú fagna himins englar,
hjá lágum stalli lífsins kyndill,
ljóma, fagurt skín.
Ó helga nótt, Ó heilaga nótt.

Texti: Sigurður Björnsson


Ég las í gær skemmtilegustu bók sem ég hef lesið lengi. Það er bókin Afturelding eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Hún er mjög spennandi og maður getur ekki rifið sig frá henni fyrr en maður klárar hana :D Að mínu mati er Viktor einn af efnilegustu íslensku rithöfundunum.

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Góðan daginn...guð er klukkan orðin svona margt:S

Sumir dyggir lesendur þessa vefs halda líklega að ég hafi lagst í bloggdvala...en þar skjátlast þeim:D ég hef nefnilega verið að reyna fyrir mér á nýjum slóðum... www.isakp.blog.is

Já, en ég veit ekkert inn á hvort þeirra ég kem til með að blogga á í framtíðinni:D

En ég er s.s. búinn að vera í brjáluðum prófum síðustu vikuna...átti að vera í fimm prófum þrjá síðustu daga vikunnar en við fengum að flytja eitt þeirra þangað til í fyrrmálið :D sem betur fer enda veit ég ekki hvernig ég hefði lifað þetta af :D

En framundan eru svo lokaprófin :D

Ég þarf að taka fjögur lokapróf og þar af tvö stúdents, í líffræði og landafræði...sem ég á vonandi eftir að rúlla upp ;D Síðan eru það enska og stærðfræði...sem verður fróðlegt að sjá hvernig endar :D

en ég held að ég fari nú bara að sofa núna. Góða nótt lesendur ;D