fimmtudagur, maí 29, 2008

Örsaga

Það var lítið að gera í vinnunni í dag. Vörur úr ný útkomnu Hagkaupsblaði að mestu komnar upp í útstillingar, fyrir utan þær sem enn voru í pöntun.

Eins og venja er koma vörurnar frá Aðföngum upp úr kaffinu, þó svo að þeir gárungarnir hafi fyrirskipað komu þeirra upp úr tvö. Það passaði í dag, og að loknu kaffinu dreif ég mig niður að skoða hvort ég hefði fengið eitthvað af vörunum sem átti eftir að koma upp.

Ég var bara að stússast þarna niðri og færa til bretti þarna niðri til að sjá hvað væri á þeim. Afgreiðslunni á lagernum lokaði klukkan þrjú og öryggisvörðurinn var kominn út að þrífa hurðirnar með engum smá látum. Eftir smá stund gafst ég upp á að leita og ákvað að fara bara upp, en þá fóru lætin í öryggisverðinum að stigmagnast og áður en ég vissi af lék allt á reiðiskjálfi, gólfið á endilöngum lagernum lék í bylgjum sem og loftið. Rykið af efri hillunum þyrlaðist niður.

Ég skeit næstum því í buxurnar af hræðslu. Þetta var alveg eins og þegar að hús í bíómyndum hrynja. Og ég í ótta mínum stökk af stað upp úr kjallaranum, á hraða sem ekki hefur sést áður í Hagkaup.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Ekki fyrir viðkvæma

Helvítis djöfulsins andskotans rassa-, skíta-, ógeðs vesen

Hvað haldiði að hafi skeð...

HJÓLIÐ MITT VAR EYÐILAGT!!!!!

Mig langar að fara að gráta

Pirringur dauðans. Ég keypti þetta hjól fyrir verðlaunin frá Ísfirðingafélaginu sem ég fékk í útskriftinni í fyrra. Vá hvað ég er fúll. Ég geymdi það alltaf á brúnni fyrir ofan Hagkaup svo ég þyrfti ekki að fara geðveikt að taka langan krók til að komast í vinnuna, og ég geymdi það á stað þar sem að ég gæti séð það frá kaffistofunni og reykingafólkið í Hagkaup sá það líka frá staðnum þar sem þau reykja.

En núna hefur einhver helv**** hálfviti þurft endilega að fullnægja eyðileggingar þörf sinni og auðvitað var það ég sem lenti fyrir barðinu á því. Sá sem gerði þetta (eða sú) hefur greinilega hjólað eða sparkað í hjólið af fullum krafti því að skiptingin sem skiptir um gír var beygluð, en samt var hún nær handriðinu...

Það þýðir víst lítið að velta sér upp úr þessu, en maður getur svo sannarlega verið gáfaður eftir á :S

sunnudagur, maí 11, 2008

Hlutverkaspenna

Fermingarveislur er eitt það skemmtilegasta sem ég veit, og rétt í þessu var ég að koma heim úr einni í Ólafsvík.

Það sem er svo skemmtilegt er að hitta allt fólkið sitt og kynnast betur. En það er samt munur á hvernig maður hagar sér í fermingum, eftir því hvort það er í mömmu fjölskyldu eða pabba.

Í dag fermdist Katrín Sara systur dóttir pabba. Í veislunni á eftir léku meðlimir ættarinnar á alls oddi og ,,skotleyfi" var gefið á alla fjölskyldumeðlimi. Venjulega er mikið hlegið og gaman í þessum fermingarveislum.

Aftur á móti er móðurfjölskyldan mun alvarlegri og þar tala allir á rólegu nótunum. En þessar veislur eru venjulega listrænni, enda mikið hæfileika fólk þar á ferð. Meðal annars má nefna að innan fjölskyldunnar er starfandi söngflokkurinn Bjarkargötu sextettinn, sem kemur saman á ættarmótum og treður upp. Ég er meðlimur í flokknum og einn af stjórnendum hans og stofnandi.


Ég hef reynt ýmislegt fyrir mér og auðvitað hef ég farið í köfun :D

laugardagur, maí 10, 2008

Tek ég fríkið...

...fríka út.

Ég er kominn með æði...ég er alltaf með eitthvað æði. Ég fæ æði fyrir einhverju, með jöfnu milli bili og nauðga því svo að ég verða að taka smá pásu...

Núna er tónlistaræðið enn og aftur byrjað að gera vart við sig. Ég var að taka iPodinn fram úr skápnum sem hann hefur verið í geymslu í síðastliðið árið og núna er ég að hlaða hann...

Mannakorn er æðisleg hljómsveit, en þeir fluttu þetta yndislega íslenska lag á sínum tíma:

GARÚN
(Magnús Eiríksson)
Hratt er riðið heim um hjarn,
torfbærinn í tunglsljósinu klúkir.
Draugalegur, dökkklæddur
Myrkárdjákni á hesti sínum húkir.

Tunglið hægt um himinn líður,
dauður maður hesti ríður,
Garún, Garún.

Höggin falla á dyrnar senn,
kominn er ég til þín enn, ó Garún.
Öll mín ást í lífinu sem ég elskaði og tilbað
alltaf var hún.

Komdu með mér út að ríða,
lengi hef ég þurft að bíða,
Garún, Garún.

Tvímennt er úr hlaðinu,
út að hálfu vaðinu smeyk er hún.
Djákninn ríður ástarsjúkur,
holar tóftir, berar kjúkur, Garún.

Tunglið hægt um himinn líður,
dauður maður hesti ríður,
Garún, Garún.


Góða nótt...

mánudagur, maí 05, 2008

Reyk leggur yfir byggðina í hlíðum Réttarholts, Háaleitis og yfir Vogahverfi. Eldur er laus í húsi í Vogunum, nálægt Sæbrautinni.

Reykjarmökkurinn liggur í vestur, og þegar við vorum stödd í Lágmúlanum fundum við lyktina fyrst. Á leiðinni heim og tókum við smá krók niður á Sæbraut þaðan sem við sáum eldtungurnar teygja sig út úr húsinu. Vonandi að enginn hafi meiðst.

föstudagur, maí 02, 2008

Löngun

Skólinn er búinn hjá mér...fyrsta, síðasta og eina lokaprófið mitt á þessari önn var í morgun. Núna er bara að bíða eftir einkunninni úr því prófi, sem ég fæ svo eftir þrjár vikur :D


Jarðfræðiprófið í morgun, var ekki bara eitthvað próf. Núna, ef ég fell ekki, er ég orðinn stúdent í jarðfræði og búinn með 1. bekk Menntaskólans við Sund. Það er áfangi sem ekki allir hafa náð í fyrsta skipti ;D

Prófið gekk samt skítsæmilega, en samt var ég ekki ánægður með það. Til dæmis var ég búinn að læra fimm undirstöðuatriði kortagerðar (hljómar leiðinlegt, en er samt mjög gagnlegt og skemmtilegt, -eða kannski bara gagnlegt). Síðan þegar ég var kominn að spurningunni í prófinu, gat ég ekki munað fimmta atriðið -ohh djöfulsins gleymska.


En núna tekur alvaran við, ég er að hefja annað sumarið mitt sem starfsmaður Hagkaupa. Byrja strax klukkan átta á mánudaginn, fékk loksins að vita það í dag :D


Í góða veðrinu síðastliðna daga hef ég ósjaldan fengið útlanda löngun, brjálæðislega löngun til að fara út á flugvöll og kaupa mér flugmiða til Miðjarðarhafs og taka með tjald og gista í.


En það verður ekki í sumar held ég.


Síðan var ég að fatta að í ár er hlaupaár, sem þýðir bara eitt. Að fjórir gengur upp í ártalið og að fyrstu helgina í júlí í sumar er Flæðareyrarhátíðin góða...



Hvað er langt síðan við byrjuðum að skipuleggja að fara og djamma feitt þar í sumar HalldórSm., KatrínFr. og ElínSv. hummm...eru það ekki þrjú ár :D haha:D


Mig langar svo að fara, get eiginlega ekki beðið eftir því. En það er bara kannski. Ég veit ekki hvort ég fái frí, eða þori því :s þar sem að ég á víst engann rétt á að vera þarna. Er eiginlega bara einskonar innflytjandi.

Og talandi um innflytjendur. Um daginn voru fótboltastrákar, sem ég kannast við, að keppa í fótbolta. Það er ekki frásögu úr færandi, nema hvað að þeir eru 14 ára og nýfermdir. Í liðinu með þeim er strákur sem að á Asíska mömmu, en hefur alltaf búið á Íslandi og þekkir ekki annað en Ísland. Nema hvað að hann skoraði mark, og markmaðurinn öskraði: ,,Afhverju látiði grjóna helv**** skora mark". Auðvitað var rasistinn strax rekinn út af vellinum fyrir rasisma.



Hvað er að verða um þetta þjóðfélag, spyr sá sem ekki veit. En ég fór síðan að hugsa, það eru bara ekki allir jafn heppnir og ég, að hafa fengið að alast upp með krökkum sem eru af öðrum kynþætti en ég. Börn gera sér heldur ekki grein fyrir að einhver munur sé á þeim nema að helmingurinn, eru strákar og helmingur stelpur. Þau fatta ekki að sumir eru með svarta húð og aðrir gula.