fimmtudagur, maí 29, 2008

Örsaga

Það var lítið að gera í vinnunni í dag. Vörur úr ný útkomnu Hagkaupsblaði að mestu komnar upp í útstillingar, fyrir utan þær sem enn voru í pöntun.

Eins og venja er koma vörurnar frá Aðföngum upp úr kaffinu, þó svo að þeir gárungarnir hafi fyrirskipað komu þeirra upp úr tvö. Það passaði í dag, og að loknu kaffinu dreif ég mig niður að skoða hvort ég hefði fengið eitthvað af vörunum sem átti eftir að koma upp.

Ég var bara að stússast þarna niðri og færa til bretti þarna niðri til að sjá hvað væri á þeim. Afgreiðslunni á lagernum lokaði klukkan þrjú og öryggisvörðurinn var kominn út að þrífa hurðirnar með engum smá látum. Eftir smá stund gafst ég upp á að leita og ákvað að fara bara upp, en þá fóru lætin í öryggisverðinum að stigmagnast og áður en ég vissi af lék allt á reiðiskjálfi, gólfið á endilöngum lagernum lék í bylgjum sem og loftið. Rykið af efri hillunum þyrlaðist niður.

Ég skeit næstum því í buxurnar af hræðslu. Þetta var alveg eins og þegar að hús í bíómyndum hrynja. Og ég í ótta mínum stökk af stað upp úr kjallaranum, á hraða sem ekki hefur sést áður í Hagkaup.

Engin ummæli: