fimmtudagur, júní 05, 2008

Gaga

Stundum er ég ekki í lagi, eða það finnst fólkinu í kringum mig...

Í Hagkaup[um](inns. ÍP. Hagkaup er víst notað í dag í fleirtölu, en ekki eintölu eins og áður) notum við sérstakt límband sem að er með lím á báðum hliðum til að hengja upp verðmerkingaskilti. Ég var að búa til eitt slíkt í morgun og bað tölvuumsjónarkonuna Öllu (Ömmu) að rétta mér "tveggja hliða límband". Amma skildi ekki alveg hvað ég var að segja svo ég varð að endurtaka mig nokkrum sinnum áður en hún náði því og þá voru allir farnir að hlæja að mér. Héðan í frá veður líklega alltaf talað um "tveggja hliða límband" jafnvel þó að öll límbönd hafi mér vitanlega bara tvær hliðar.

Já, ekki er öll vitleysan eins, því að ég þegar sneiddur ostur var að ryðja sér til rúms á íslenska osta markaðnum, sagði ég við einhvern hversu þægilegur svona einnotaostur væri.

Þangað til næst...