mánudagur, maí 29, 2006

Síðasta kvöldið mitt sem 9. bekkingur :D

já á myndinni hérna fyrir ofan eru frænkur mínar æðislegu Guja og Ása :D flepp

Jæja þá er það enskupróf í fyrramálið og svo fríííííííííí...mhmmmm

En ég fer í langþráða heimsókn til frændsystkina minna í Ólafsvík á föstudaginnn :D...Ægir frændi er að fara að fermast...og svo verður pabbi gamli fimmtugur og mamma vildi endilega fara í sumarbústað yfir helgina þannig að ég verð í sumarbústað rétt hjá Ólafsvík...

í dag hef ég lítið gert sem og síðustu daga...pabbi var heima yfir helgina og fór í dag að vinna í Rvk. Með honum komu Eggi og Stína vinafólk okkar...það var hreint út sagt fínt...

Ég er algjörlega kominn út af efninu mér þykja svona dagbókarblogg ekki skemmtileg...mér finnst skemmtilegast að lesa svona hugleiðingar...mér bara einhvern veginn tekst ekki að skrifa um annað en mitt tilbreytingasnauða líf...en allir endilega að "kommenta" á góðri Íslensku...

Ég held barasta að ipod sé málið bara?...


miðvikudagur, maí 24, 2006

3/6



Ég elska lífið...lífið er æðislegt. Ég er að deyja úr spennu fyrir prófunum...vá hvað mér finnst það gaman að fara í próf (ég vil benda á það að þetta er ekki kaldhæðni)...þegar maður er búinn með lokaprófin þá kemur sumarfrí...ég vona svo heitt og innilega að ég komist inn í morrann...

En já ég er bara búinn að vera svona að gera ekkert á daginn nema að ég er búinn að vera að gera nýtt útlit á heimasíðu morrans fyrir Önnu Birtu...www.morralingar.blogspot.com.

Á föstudaginn síðastliðinn var svo venjulegur skóli og Samfélagsfræðipróf...sem ég btw. sofnaði þegar ég átti að vera að læra fyrir prófið daginn áður og skeit síðan feitt á mig í prófinu :S . Á mánudaginn var svo íslenskupróf svona feitt létt líka marr. Síðan í gær var haldinn aðalfundur nemendaráðs GÍ. og að þeim fundi loknum stærðfræði próf sem var ágætt...samt ógeðslega langt...en ég hafði það af.

Síðan fórum við í morgun í Haukadal á slóðir Gísla Súrssonar og fengum leiðsögn um dalinn...vá hvað þetta umhverfi heillaði mig...það er bara eitthvað í Dýrafirði sem er svo fallegt...síðan segja allir að vestfirðir séu allir eins...ég er ekki sammála mér finnst fjöllin í dýrafirði mikið fallegri en á Ísafirði :D. Þegar við vorum búin í göngutúrnum (sightseeing-inum) borðuðum við nesti og héldum heim til Erlu bekkjarsystur minnar og þar biðu okkar veitingar...samlokur og heitt kakó...þar voru ekki bara við heldur líka vinabekkurinn okkar 2. bekkur...takk fyrir móttökurnar Alla og Sigmundur :D...

Þá læt ég þetta gott í bili myndin sem fylgir með er af hópnum fyrir framan húsið hennar Erlu.

Kveðja Ísak Pálmason
Formaður Nemendafélags Grunnskólans á Ísafirði ;D

miðvikudagur, maí 17, 2006

Just vote for your hero








Já þá er formannsslagurinn hafinn í Grunnskólanum...ég hef ákveðið að bjóða mig fram undir kjörorðunum TraustÁrangurReynsla.

Í síðustu viku var ég veikur í þrjá daga :( sem var ömurlegt og ég var veikur akkurat á versta tíma því ég þurfti að klára þrjú verkefni fyrir þessa viku. En ég er búinn með tvö af þeim og ég á eftir ritgerðina í samfélagsfræði. En þetta reddast.

Síðan fór ég á helginni með starfsmannafélagi Gámaþjónustunnar inn í Reykjanes (Hagalín maðurinn hennar Berglindar frænku vinnur í Gámó) þar fórum við að sjálfsögðu í...SUND...auðvitað...og það nokkuð oft. Við fengum góðan kvöldmat. Í forrétt fengum við fisk í brauði...annað hvort steinbít eða þorsk man ekki hvort og síðan var súpa. Í aðalrétt var fyllt kjöt og svínakjöt *vatn í munninn*. Í eftirrétt var svo ísterta og ís í kramarhúsi fyrir yngri börnin. Daginn eftir fórum við í gönguferð með pabba hans Binna afró...sem var mjög fræðandi og skemmtilegt. Mér fannst æðislegt að vera þarna þó svo að ég hafi verið svolítið hræddur þegar ég fór að sofa því mér var sagt að það væru draugar á ganginum hjá okkur. En já Addý var þarna að vinna og ég gat aðeins talað við hana og við fórum í göngutúr og svona... :D takk fyrir skemmtunina þið sem voruð þarna :D og takk fyrir frábærar móttökur Jón Arnar og Kata :D

Já svo á meðan ég var veikur fékk ég sms frá Gerði í Glitni um að mín biði glaðningur í bankanum. Mamma fór og sótti glaðninginn sem ég hélt að væri eitthvað svona bolur eða húfa...nei nei það var hvorki meira né minna en iPod nano. Já já núna getur karlinn farið að hlusta á almennilega tónlist.

Í dag gengum við mamma inn í fjörð og fórum á markað frá GK í Reykjavík í Ljóninu...snilldar markaður. Ég keypti mér jakkaföt sem áttu að kosta 40.000 kall takk fyrir. Þau eru svört ógeðslega flott...ég elska jakkaföt...ég ætla að safna þeim þegar ég verð eldri :D

Lokaball á föstudaginn veit ekkert hvar það verður og ekki neitt þó svo allir séu að spyrja mig...í guðanna bænum ekki spyrja mig ég veit ekki neitt um þetta :D

Evróvisjon á morgun og á laugardag...ég veit ekkert hvað ég geri...ætli ég verði ekki bara heima á morgun en síðan feitt partý á laugardaginn...

En ég kveð í bili, best að far að gera ritgerð í samfó. Þangað til næst verið hress, ekkert stress, bless :D



mánudagur, maí 08, 2006

Læra, læra, læra *borið fram með morrahreim*


Já, já. Það eru víst ekki bara 10. bekkur að fara í próf í náttúrufræði á morgun...því er nú ver...ég var að læra áðan fyrir þetta blessaða kaflapróf úr 8. kafla sem er btw. mjög erfið og leiðinleg bók :@ Eruð þið ekki sammála mér...endilega kommentið hjá mér...það eru nú ekki margir sem hafa enn gert það :D...

sunnudagur, maí 07, 2006

Heilsubætandi mengun :S


Ég var úti á kvöldgöngu með móður minni kærri og af einskærri tilviljun var ég með myndavélina mín í farteskinu. Þegar ég var á leiðinni heim neðan úr bæ rak ég augun í átt að Funa og sá þar reykjarmökkinn stíga upp úr honum og í logninu lagðist hann svona snyrtilega yfir dalbotninn í Engidal...síðan þvertaka bæjarstarfsmenn og bæjarfulltrúar fyrir að reykurinn sé mengandi...þó ég sé ekki menntaður maður í þessum málum þá áætla ég að þessi reykur sé allavega ekki til heilsubatnaðar fyrir íbúa bæjarfélagsins...

Ég kveð að sinni og endilega kíkið á http://www.grunnavik.is/ og farið á undirsíðuna "fréttir" ef þið opnið fyrstu fréttina þá getið þið séð myndir frá því þegar við vorum að matta Ramónu í dag...

Mhmmm...


Hvað er betra en sund á suðureyri *íhugun* mhhmmm...

En já góðverk dagsins gerði ég í morgun...ég fór og hjálpaði honum Frigga vini hans pabba ásamt nokkrum öðrum vöskum unglingadeildarmeðlimum. Við vorum að matta nýja bátinn hans...sem er btw engin smásmíð geðveikt flottur...gangi þér vel Friggi með nýju Ramónu :D ...

Síðan eftir það þá fórum við og leigðum okkur klukkutíma í sundlauginni á Suðureyri...bara við ein í sundlauginni ;D

laugardagur, maí 06, 2006

Góðverk dagsins...



Já já Ísak byrjaður aftur að blogga...veit kannski ekki á gott :D

En já ég ákvað að reyna að byrja að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag...þessa ákvörðun tók ég fyrir nokkrum dögum og hef reynt að framfylgja því...

Góðverk dagsins gerði ég náttúrunni...ég týndi upp flöskur við Íþróttahúsið og lét í poka til að fara með í dósamóttökuna.

Myndina sem fylgir með tók ég nú rétt í þessu út Skutulsfjörð í átt til Sléttu í Jökulfjörðum held ég :S...

Annars er bara lítið að gera hjá mér...í dag fór ég og krúsaði allar kosningaskrifstofur bæjarins og sníkti barmmerkin góðu og penna þar sem þeir voru til :D...síðan núna í nótt munu frændur mínir tveir Birkir og Elvar sofa hjá mér því foreldrar þeirra yfirgáfu þá til Reykjavíkur á sýninguna Perlan Vestfiriðir...En annars varðandi þessa sýningu þá frétti ég nú bara ekki af henni fyrr en ég vissi að þau væru að fara á hana...ég sem hélt að ég fréttaóði maðurinn sem veit allt um alla ;D ætti að fá að vita svona með margra mánaða fyrirvara...hehe...

En góða nótt og njótið því litla sem er eftir af sólarhringnum :D
Nýrri færslur Heim