miðvikudagur, maí 24, 2006

3/6



Ég elska lífið...lífið er æðislegt. Ég er að deyja úr spennu fyrir prófunum...vá hvað mér finnst það gaman að fara í próf (ég vil benda á það að þetta er ekki kaldhæðni)...þegar maður er búinn með lokaprófin þá kemur sumarfrí...ég vona svo heitt og innilega að ég komist inn í morrann...

En já ég er bara búinn að vera svona að gera ekkert á daginn nema að ég er búinn að vera að gera nýtt útlit á heimasíðu morrans fyrir Önnu Birtu...www.morralingar.blogspot.com.

Á föstudaginn síðastliðinn var svo venjulegur skóli og Samfélagsfræðipróf...sem ég btw. sofnaði þegar ég átti að vera að læra fyrir prófið daginn áður og skeit síðan feitt á mig í prófinu :S . Á mánudaginn var svo íslenskupróf svona feitt létt líka marr. Síðan í gær var haldinn aðalfundur nemendaráðs GÍ. og að þeim fundi loknum stærðfræði próf sem var ágætt...samt ógeðslega langt...en ég hafði það af.

Síðan fórum við í morgun í Haukadal á slóðir Gísla Súrssonar og fengum leiðsögn um dalinn...vá hvað þetta umhverfi heillaði mig...það er bara eitthvað í Dýrafirði sem er svo fallegt...síðan segja allir að vestfirðir séu allir eins...ég er ekki sammála mér finnst fjöllin í dýrafirði mikið fallegri en á Ísafirði :D. Þegar við vorum búin í göngutúrnum (sightseeing-inum) borðuðum við nesti og héldum heim til Erlu bekkjarsystur minnar og þar biðu okkar veitingar...samlokur og heitt kakó...þar voru ekki bara við heldur líka vinabekkurinn okkar 2. bekkur...takk fyrir móttökurnar Alla og Sigmundur :D...

Þá læt ég þetta gott í bili myndin sem fylgir með er af hópnum fyrir framan húsið hennar Erlu.

Kveðja Ísak Pálmason
Formaður Nemendafélags Grunnskólans á Ísafirði ;D

Engin ummæli: