sunnudagur, maí 07, 2006

Heilsubætandi mengun :S


Ég var úti á kvöldgöngu með móður minni kærri og af einskærri tilviljun var ég með myndavélina mín í farteskinu. Þegar ég var á leiðinni heim neðan úr bæ rak ég augun í átt að Funa og sá þar reykjarmökkinn stíga upp úr honum og í logninu lagðist hann svona snyrtilega yfir dalbotninn í Engidal...síðan þvertaka bæjarstarfsmenn og bæjarfulltrúar fyrir að reykurinn sé mengandi...þó ég sé ekki menntaður maður í þessum málum þá áætla ég að þessi reykur sé allavega ekki til heilsubatnaðar fyrir íbúa bæjarfélagsins...

Ég kveð að sinni og endilega kíkið á http://www.grunnavik.is/ og farið á undirsíðuna "fréttir" ef þið opnið fyrstu fréttina þá getið þið séð myndir frá því þegar við vorum að matta Ramónu í dag...

Engin ummæli: