miðvikudagur, maí 17, 2006

Just vote for your hero








Já þá er formannsslagurinn hafinn í Grunnskólanum...ég hef ákveðið að bjóða mig fram undir kjörorðunum TraustÁrangurReynsla.

Í síðustu viku var ég veikur í þrjá daga :( sem var ömurlegt og ég var veikur akkurat á versta tíma því ég þurfti að klára þrjú verkefni fyrir þessa viku. En ég er búinn með tvö af þeim og ég á eftir ritgerðina í samfélagsfræði. En þetta reddast.

Síðan fór ég á helginni með starfsmannafélagi Gámaþjónustunnar inn í Reykjanes (Hagalín maðurinn hennar Berglindar frænku vinnur í Gámó) þar fórum við að sjálfsögðu í...SUND...auðvitað...og það nokkuð oft. Við fengum góðan kvöldmat. Í forrétt fengum við fisk í brauði...annað hvort steinbít eða þorsk man ekki hvort og síðan var súpa. Í aðalrétt var fyllt kjöt og svínakjöt *vatn í munninn*. Í eftirrétt var svo ísterta og ís í kramarhúsi fyrir yngri börnin. Daginn eftir fórum við í gönguferð með pabba hans Binna afró...sem var mjög fræðandi og skemmtilegt. Mér fannst æðislegt að vera þarna þó svo að ég hafi verið svolítið hræddur þegar ég fór að sofa því mér var sagt að það væru draugar á ganginum hjá okkur. En já Addý var þarna að vinna og ég gat aðeins talað við hana og við fórum í göngutúr og svona... :D takk fyrir skemmtunina þið sem voruð þarna :D og takk fyrir frábærar móttökur Jón Arnar og Kata :D

Já svo á meðan ég var veikur fékk ég sms frá Gerði í Glitni um að mín biði glaðningur í bankanum. Mamma fór og sótti glaðninginn sem ég hélt að væri eitthvað svona bolur eða húfa...nei nei það var hvorki meira né minna en iPod nano. Já já núna getur karlinn farið að hlusta á almennilega tónlist.

Í dag gengum við mamma inn í fjörð og fórum á markað frá GK í Reykjavík í Ljóninu...snilldar markaður. Ég keypti mér jakkaföt sem áttu að kosta 40.000 kall takk fyrir. Þau eru svört ógeðslega flott...ég elska jakkaföt...ég ætla að safna þeim þegar ég verð eldri :D

Lokaball á föstudaginn veit ekkert hvar það verður og ekki neitt þó svo allir séu að spyrja mig...í guðanna bænum ekki spyrja mig ég veit ekki neitt um þetta :D

Evróvisjon á morgun og á laugardag...ég veit ekkert hvað ég geri...ætli ég verði ekki bara heima á morgun en síðan feitt partý á laugardaginn...

En ég kveð í bili, best að far að gera ritgerð í samfó. Þangað til næst verið hress, ekkert stress, bless :D



Engin ummæli: