sunnudagur, desember 16, 2007

dónaljóð ;D

Kertasníkir, Giljagaur,
Gáttaþefur, Stúfur.
Konu sína giljar gaur
gáttir opnar stúfur.

Benedikt Erlingsson

Prófin búin...loksins. Tók stærðfræðina með stæl á síðasta föstudag :D Núna tekur við vinna fram að jólum...reyndar frí á morgun - hitta maju ;D

Best að fara að sofa:




vann bubbles í fimmta skipti núna áðan :D

fimmtudagur, desember 13, 2007

mhmmm....

síðasta prófið á morgun

brjálað veður í nótt

þingfundur á alþingi fram eftir nóttu

ég elska lífið

lífið elskar mig -vona ég

Á laugardaginn hefst svo jólavinna fátæka námsmannsins. Vinna alla daga fram að jólum, fyrir utan næsta mánudag :D

Maja að koma í bæinn (ekki bæinn með "j-i", því það er ekki til)

afmæli mömmu á laugardaginn

skemmtilegt blogg?

Myndin tengist á engan veg þessari færslu. (Ljósmynd: Althingi.is/þingforsetar)

mánudagur, desember 10, 2007

Minning um vin

Góður vinur minn lést í gær. Við höfum ekki þekkst lengi...í rúmlega hálft ár, en hans verður sárt saknað. Hann hefur séð mér fyrir nýjustu fréttum frá Ísafirði síðan ég flutti.

COSMIC...þín verður sárt saknað. Það er þó nokkur huggun í því að búið er að opna minningar síðu á léninu www.123.is/cosmic. Það mun aldrei neitt koma í þinn stað í hjarta voru og ég veit að margir eru mér sama sinnis
En yfir í minna alvarleg mál...ég vill þakka öllum sem styttu mér stundir á Ísafirði fyrir skemmtunina :D

föstudagur, desember 07, 2007

Ísafjörður...

hér kem ég...


Í faðmi fjalla blárra

miðvikudagur, desember 05, 2007

Ég vissi það alltaf!


Gömlu bekkjarsystkini....ég vissi þetta alltaf :D við erum langbest, allavega miðað við frammistöðu okkar í Pisa-könnuninni í fyrra :D

ég sakna ykkar alveg ógurlega mikið :S

Hver man ekki eftir hinni ógleymanlegu ferð yfir Þjófaskörð?

þriðjudagur, desember 04, 2007

Ert þú á bólakafi í prófum?

Tilkynning:

Ertu á fullu í prófum? Áttu erfitt með að halda einbeitingunni við lesturinn? Leikjanet í samstarfi við Í. Pálmason ltd. kynnir nýjan tölvuleik sem hjálpar þér við að ná einbeitingunni aftur til að geta lesið nokkrar blaðsíður í viðbót.

BUBBLES

Já, eða nei annars...það er ekki sniðugt að fara í bubbles þegar maður er í prófum...ef maður byrjar þá er maður í honum alveg þangað til að maður vinnur hann...allavega ég :S Þetta er svona alveg eins og myspace...maður kíkir á einn prófíl, og svo man maður ekki eftir sjálfum sér fyrr en eftir hálftíma...hræðilegt :c

Fyrsta prófið er loksins búið :D Líffræðin...tók hana með stæl, eða vonandi yfir 7 :S