laugardagur, maí 06, 2006

Góðverk dagsins...



Já já Ísak byrjaður aftur að blogga...veit kannski ekki á gott :D

En já ég ákvað að reyna að byrja að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag...þessa ákvörðun tók ég fyrir nokkrum dögum og hef reynt að framfylgja því...

Góðverk dagsins gerði ég náttúrunni...ég týndi upp flöskur við Íþróttahúsið og lét í poka til að fara með í dósamóttökuna.

Myndina sem fylgir með tók ég nú rétt í þessu út Skutulsfjörð í átt til Sléttu í Jökulfjörðum held ég :S...

Annars er bara lítið að gera hjá mér...í dag fór ég og krúsaði allar kosningaskrifstofur bæjarins og sníkti barmmerkin góðu og penna þar sem þeir voru til :D...síðan núna í nótt munu frændur mínir tveir Birkir og Elvar sofa hjá mér því foreldrar þeirra yfirgáfu þá til Reykjavíkur á sýninguna Perlan Vestfiriðir...En annars varðandi þessa sýningu þá frétti ég nú bara ekki af henni fyrr en ég vissi að þau væru að fara á hana...ég sem hélt að ég fréttaóði maðurinn sem veit allt um alla ;D ætti að fá að vita svona með margra mánaða fyrirvara...hehe...

En góða nótt og njótið því litla sem er eftir af sólarhringnum :D

Engin ummæli: