miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Kreppubrúnka

Árshátíð Hagkaupa er yfirstaðin og næst er það '85 ball MS þar sem við MS-ingar ferðumst aftur í tíma og umbreytum okkur í 80's tískuna. Ég get ekki beðið.

Af myndunum sem voru teknar af mér á árshátíðinni að dæma, þarf, já þarf ég bókstaflega að fara að fara í ljós. Get reyndar skýlt mér á bakvið það að við í Skeifunni vorum með bleikt þema og þess vegna hafi ég verið svona bleikur í framan. En núna verður að gera eitthvað róttækt, og það duga sko engin vettlingatök. Strax eftir helgina verður maður að fara að kaupa sér ljósakort og brúnkukrems dúnk.

En ég stend ennþá í þeirri trúa að kreppan sé ekki komin. Enda er ég hagfræðinemi og skilgreining hagfræðinnar á kreppu er sú að kreppa sé botninn á niðursveiflunni. Því miður, er botninum ekki náð og sorglegt er að sjá, hvað við gerum lítið í þessu, enda getur enginn sagt með vissu fyrir um, hvað sé hægt að gera né hvernig hlutirnir skulu framkvæmdir.

Engin ummæli: