miðvikudagur, janúar 07, 2009

Lystisemdir sumarsins

Ég sakna sumarsins, það er svo dimmt úti að ég hef ekki orku í að halda mér vakandi. Ég sofna yfir daginn og ég sef allar nætur og helst eins lengi og ég get. Ég sef í skólanum (hlutur sem ég hef aldrei gert áður).

En núna verð ég að taka mig á, svo ég hellist ekki í alvarlegt þunglyndi. Borða hollari mat og hreyfa mig reglulega. Kannski ég fari líka að stunda ræktina -nei við skulum ekki gera of mikið svona í byrjun til að ofgera mér ekki.

Ég sakna jólanna. Þau eru farin. En ég ætla samt að reyna að halda að hluta til í þau, með því að taka ekki niður jólaljósin.

Það er kominn tími á að fara að læra. Best að byrja á greinargerðinni sem ég á að skila í fyrramálið.

Engin ummæli: