miðvikudagur, janúar 07, 2009

Lystisemdir sumarsins

Ég sakna sumarsins, það er svo dimmt úti að ég hef ekki orku í að halda mér vakandi. Ég sofna yfir daginn og ég sef allar nætur og helst eins lengi og ég get. Ég sef í skólanum (hlutur sem ég hef aldrei gert áður).

En núna verð ég að taka mig á, svo ég hellist ekki í alvarlegt þunglyndi. Borða hollari mat og hreyfa mig reglulega. Kannski ég fari líka að stunda ræktina -nei við skulum ekki gera of mikið svona í byrjun til að ofgera mér ekki.

Ég sakna jólanna. Þau eru farin. En ég ætla samt að reyna að halda að hluta til í þau, með því að taka ekki niður jólaljósin.

Það er kominn tími á að fara að læra. Best að byrja á greinargerðinni sem ég á að skila í fyrramálið.

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Hann er svo mikil dúlla...

...hann Pétur Jóhann, ef ég myndi skipta um símafyrirtæki, væri það bara út af honum:

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Kreppubrúnka

Árshátíð Hagkaupa er yfirstaðin og næst er það '85 ball MS þar sem við MS-ingar ferðumst aftur í tíma og umbreytum okkur í 80's tískuna. Ég get ekki beðið.

Af myndunum sem voru teknar af mér á árshátíðinni að dæma, þarf, já þarf ég bókstaflega að fara að fara í ljós. Get reyndar skýlt mér á bakvið það að við í Skeifunni vorum með bleikt þema og þess vegna hafi ég verið svona bleikur í framan. En núna verður að gera eitthvað róttækt, og það duga sko engin vettlingatök. Strax eftir helgina verður maður að fara að kaupa sér ljósakort og brúnkukrems dúnk.

En ég stend ennþá í þeirri trúa að kreppan sé ekki komin. Enda er ég hagfræðinemi og skilgreining hagfræðinnar á kreppu er sú að kreppa sé botninn á niðursveiflunni. Því miður, er botninum ekki náð og sorglegt er að sjá, hvað við gerum lítið í þessu, enda getur enginn sagt með vissu fyrir um, hvað sé hægt að gera né hvernig hlutirnir skulu framkvæmdir.

föstudagur, október 24, 2008

hvað með krónuna?

Ég var að spá, ætli nafni verslunarinnar Krónunnar verði breytt ef við tökum upp nýjan gjaldmiðil.



Ég er í geðveiku spái stuði núna, eins og til dæmis það hversu ógeðslega hallærislegt fólk var á Spice Girls tímabilinu:

en ég hlakka til 85 vikunnar í MS...get eiginlega ekki beðið, útvarp mottan og allt þetta...

ég held ég klæði mig samt ekkert upp...kannski hlusti bara á Herbert Guðmundsson og aðra 80's tónlist :D

fimmtudagur, júní 05, 2008

Gaga

Stundum er ég ekki í lagi, eða það finnst fólkinu í kringum mig...

Í Hagkaup[um](inns. ÍP. Hagkaup er víst notað í dag í fleirtölu, en ekki eintölu eins og áður) notum við sérstakt límband sem að er með lím á báðum hliðum til að hengja upp verðmerkingaskilti. Ég var að búa til eitt slíkt í morgun og bað tölvuumsjónarkonuna Öllu (Ömmu) að rétta mér "tveggja hliða límband". Amma skildi ekki alveg hvað ég var að segja svo ég varð að endurtaka mig nokkrum sinnum áður en hún náði því og þá voru allir farnir að hlæja að mér. Héðan í frá veður líklega alltaf talað um "tveggja hliða límband" jafnvel þó að öll límbönd hafi mér vitanlega bara tvær hliðar.

Já, ekki er öll vitleysan eins, því að ég þegar sneiddur ostur var að ryðja sér til rúms á íslenska osta markaðnum, sagði ég við einhvern hversu þægilegur svona einnotaostur væri.

Þangað til næst...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Örsaga

Það var lítið að gera í vinnunni í dag. Vörur úr ný útkomnu Hagkaupsblaði að mestu komnar upp í útstillingar, fyrir utan þær sem enn voru í pöntun.

Eins og venja er koma vörurnar frá Aðföngum upp úr kaffinu, þó svo að þeir gárungarnir hafi fyrirskipað komu þeirra upp úr tvö. Það passaði í dag, og að loknu kaffinu dreif ég mig niður að skoða hvort ég hefði fengið eitthvað af vörunum sem átti eftir að koma upp.

Ég var bara að stússast þarna niðri og færa til bretti þarna niðri til að sjá hvað væri á þeim. Afgreiðslunni á lagernum lokaði klukkan þrjú og öryggisvörðurinn var kominn út að þrífa hurðirnar með engum smá látum. Eftir smá stund gafst ég upp á að leita og ákvað að fara bara upp, en þá fóru lætin í öryggisverðinum að stigmagnast og áður en ég vissi af lék allt á reiðiskjálfi, gólfið á endilöngum lagernum lék í bylgjum sem og loftið. Rykið af efri hillunum þyrlaðist niður.

Ég skeit næstum því í buxurnar af hræðslu. Þetta var alveg eins og þegar að hús í bíómyndum hrynja. Og ég í ótta mínum stökk af stað upp úr kjallaranum, á hraða sem ekki hefur sést áður í Hagkaup.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Ekki fyrir viðkvæma

Helvítis djöfulsins andskotans rassa-, skíta-, ógeðs vesen

Hvað haldiði að hafi skeð...

HJÓLIÐ MITT VAR EYÐILAGT!!!!!

Mig langar að fara að gráta

Pirringur dauðans. Ég keypti þetta hjól fyrir verðlaunin frá Ísfirðingafélaginu sem ég fékk í útskriftinni í fyrra. Vá hvað ég er fúll. Ég geymdi það alltaf á brúnni fyrir ofan Hagkaup svo ég þyrfti ekki að fara geðveikt að taka langan krók til að komast í vinnuna, og ég geymdi það á stað þar sem að ég gæti séð það frá kaffistofunni og reykingafólkið í Hagkaup sá það líka frá staðnum þar sem þau reykja.

En núna hefur einhver helv**** hálfviti þurft endilega að fullnægja eyðileggingar þörf sinni og auðvitað var það ég sem lenti fyrir barðinu á því. Sá sem gerði þetta (eða sú) hefur greinilega hjólað eða sparkað í hjólið af fullum krafti því að skiptingin sem skiptir um gír var beygluð, en samt var hún nær handriðinu...

Það þýðir víst lítið að velta sér upp úr þessu, en maður getur svo sannarlega verið gáfaður eftir á :S